A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Allir út í glugga á þriðjudaginn! Jólaseríurúnturinn 2011

| 09. desember 2011
Bakarameistarar baka jólapiparkökur. Mynd: Leikskólinn Lækjarbrekka
Bakarameistarar baka jólapiparkökur. Mynd: Leikskólinn Lækjarbrekka
Íbúar á Hólmavík verða að drífa sig að setja upp síðustu jólaljósin sín um helgina, (já eða bara kaupa fleiri í Kaupfélaginu!), því 5 ára nemendur í leikskólanum Lækjarbrekku munu fara í árlegan jólaseríurúnt um Hólmavík fyrir hádegi þriðjudaginn 13. desember n.k. Íbúar og starfsmenn stofnanna og fyrirtækja eru hvattir til að skarta sínu fegursta og fylgjast vel með í gluggunum þegar hópurinn fer framhjá. Nemendur munu veita viðurkenningu til þeirra sem þeir telja að eigi bestu skreytinguna þetta árið.

Nemendur og starfsfólk hafa í mörgu að snúast þessa dagana eins og sjá má á heimasíðu skólans.



Sveitarstjórnarfundur 1191

| 09. desember 2011
Mynd: JJ.
Mynd: JJ.

Fundur 1191 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember 2011 og hefst kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Tekið verður á móti erindum fyrir fundinn til kl. 14:00 mánudaginn 12. desember 2011 á skrifstofu Strandabyggðar eða í netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is

Stuðningsfjölskylda óskast

| 08. desember 2011
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir stuðningsfjölskyldu á svæðinu í kringum Hólmavík og nágrenni. Um er að ræða vinnu eina helgi í mánuði um óákveðinn tíma. Nánari upplýsingar gefur Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í síma 842-2511.

Störf í leikskólanum Lækjarbrekku

| 07. desember 2011
Tvær 100% stöður í leikskólanum Lækjarbrekku
Vegna fjölgunar nemenda auglýsir leikskólinn Lækjarbrekka tvær tímabundnar stöður leikskólakennara/leiðbeinenda lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær 100% stöður með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Annars vegar leitum við eftir starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst. Hins vegar leitum við eftir starfsmanni sem gæti hafið störf 1. febrúar 2012. Bæði störf eru tímabundin fram á vorið....
Meira

Menntamálaráðherra á menntaþingi á Hólmavík

| 06. desember 2011
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi á Hólmavík 12. janúar 2012.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi á Hólmavík 12. janúar 2012.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi sem haldið verður á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið átti að halda nú í haust í tilefni af því að undanfarið ár hafa Strandamenn verið að fagna 100 ára skólahaldi á Hólmavík, en vegna mikilla anna í menntamálaráðuneytinu í kringum ráðherraskipti 1. nóvember s.l. var menntaþinginu frestað fram í janúar. Þingið hefst kl. 16:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru allir Strandamenn og nærsveitungar velkomnir. Dagskrá þingsins verður auglýst nánar síðar.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón