A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jólakortin og jólakveðja frá Lionsklúbbi Hólmavíkur

| 23. desember 2011

Lionsfélagar í Lionsklúbbi Hólmavíkur minna á að jólakortakassinn góði verður  í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík til kl. 16:00 í dag. Í jólakortakassann er hægt að setja jólakort endurgjaldslaust sem eiga að berast á heimili á Hólmavík.

Lionsklúbburinn á Hólmavík sendir Strandamönnum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulega samfylgd á liðnum árum.

Breytingar á gjaldskrám 1. janúar

| 23. desember 2011
Frá og með áramótum verður 5 - 10% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir utan fasteignagjöld, sorphirðugjöld og gjöld í Tónskóla Hólmavíkur. Breytingum á gjaldskrám er ætlað að mæta verðlagsþróun og hækkandi rekstrar- og launakostnaði sem nýjir kjarasamningar kveða á um. Útsvarsprósenta ársins 2012 verður óbreytt eða 14,48%. Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A- og B-hluta sjóðum sveitarfélagsins árið 2012 er áætluð kr. 2.014.000....
Meira

Jólaball annan í jólum!

| 23. desember 2011
Jólasveinar á jólaballi á Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Jólasveinar á jólaballi á Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Jólatrésnefndin minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Jólaballið hefst kl. 14:00 og eru allir íbúar á Ströndum hjartanlega velkomnir! Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn Bjarna Ómars Haraldssonar skólastjóra Tónskólans, dansað verður í kringum jólatréð og vonandi sjá jólasveinar sér fært að kíkja í heimsókn - jafnvel með eitthvað góðgæti í poka?...
Meira

Lokanir í Þróunarsetrinu vegna framkvæmda

| 22. desember 2011
Mynd: Hildur Jakobína Gísladóttir
Mynd: Hildur Jakobína Gísladóttir
Lokað verður í Þróunarsetrinu á Þorláksmessu vegna vinnu við breytingar á rafmagni og símatengingum á neðstu hæðinni. Öll þjónusta í Þróunarsetrinu fellur niður á morgun vegna þessa.

Einnig verður lokað í eftirfarandi stofnunum vegna framkvæmdanna:

28. desember 2011
Skrifstofu sveitarfélagsins Strandabyggðar

29. desember 2011
Menningarráði Vestfjarða
Þjóðfræðistofu
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Náttúrustofu Vestfjarða

Opnanir í íþróttamiðstöðinni um hátíðarnar

| 21. desember 2011
 

Fyrirrhugaðir opnunartímar(lokunar) um jól og áramót eru eftirfarandi.

 

Aðfangadag 24. desember lokað

Jóladag 25. desember lokað

Annar í jólum 26. desember opið 15:00 - 21:00. Sundlaug opin kl. 18:00 - 21:00 ef veður og kæling leyfir

 

Gamlársdagur 31. desember lokað

 Nýársdagur 1. janúar  lokað

Íþróttamiðstöðin óskar íbúum öllum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón