A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vel heppnađir Hamingjudagar ađ baki

| 05. júlí 2012
Svipmyndir frá Hamingjudögum - ljósm. IV
Svipmyndir frá Hamingjudögum - ljósm. IV
« 1 af 10 »
Nú eru Hamingjudagar á Hólmavík að baki. Hátíðin gekk frábærlega. Blíðviðri var alla helgina og mikill fjöldi fólks heimsótti Strandabyggð í hamingjuleit. Á laugardeginum var fjöldi sölubása í Fiskmarkaðnum, Leikhópurinn Lotta sýndi Stígvélaða köttinn á Klifstúni, fólk gat skoðað listsýningar, skellt sér í gokart, siglingu, á hestbak, til teiknara eða miðils svo fátt eitt sé nefnt.

Um kvöldið var síðan blásið til Hnallþóruhlaðborðs sem var afskaplega glæsilegt þetta árið. Hvanndalsbræður lokuðu síðan laugardagsskemtuninni með fjölsóttum dansleik í Félagsheimilinu. Hér með fréttinni gefur að líta fjölda svipmynda frá laugardeginum á Hamingjudögum.

Tímabundiđ starf skólastjóra Grunn- og tónskóla Hólmavíkur

| 02. júlí 2012
Auglýst er tímabundið starf skólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík til eins árs, frá 1. ágúst 2012 - 31. júlí 2013.
Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem leggur áherslu á tónlist og tjáningu í skólastarfi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og samvinnu. Sveitarfélagið Strandabyggð er að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í sveitarfélaginu....
Meira

KK međ frábćra tónleika á Klifstúni

| 30. júní 2012
Í gærkvöldi hélt tónlistarmaðurinn og trúbadorinn KK frábæra tónleika á Klifstúni. Þeir stóðu yfir í klukkustund og var KK afskaplega vel tekið af fjölmenni sem hafði komið sér vel fyrir í brekkunni. Fyrr um kvöldið hafði töframaðurinn Ingó Geirdal heillað Strandamenn og gesti Hamingjudaga upp úr skónum með ótrúlegum töfrabrögðum á heimsmælikvarða og unga kynslóðin kíkt á Furðufataball í Bragganum.

Dagskrá Hamingjudaga
heldur síðan áfram af fullum krafti í dag.

Strandastelpa - formleg opnun í gćr

| 30. júní 2012
Gestir virđa fyrir sér sýninguna - ljósm. ASJ
Gestir virđa fyrir sér sýninguna - ljósm. ASJ
« 1 af 3 »
Í gær opnaði Strandastelpa, einstök sýning Ingibjargar Valgeirsdóttur í Hnyðju að Höfðagötu 3. Sýningin byggir á dagbókarskrifum og hugleiðingum Ingibjargar í ættleiðingarferli þegar hún og fjölskylda hennar ættleiddu litla stelpu frá Yangjiang í Kína árið 2006. Sýningin er afskaplega áhrifamikil og ekki var laust við að sæist í tár blika á hvarmi á nokkrum gestana við opnunina í gær, sem var vel sótt.

Sýningin verður opin yfir helgina frá kl. 13-17 báða daga.

Opnun á Mćđgur og myndir

| 30. júní 2012
Gestir virđa fyrir sér sýninguna - ljósm. ASJ
Gestir virđa fyrir sér sýninguna - ljósm. ASJ
« 1 af 3 »
Í gær opnaði í Ráðaleysi að viðstöddu fjölmenni sýningin Mægður og myndir eftir mæðgurnar Jóhönnu Stefánsdóttur og Björk Jóhannsdóttur. Sýningin er fjölbreytt og skemmtileg og var afskaplega vel tekið af gestum sem börðu hana augum í gær.

Mægður og myndir verður opin frá kl. 13:00-19:00 í dag, laugardag, og á sunnudaginn á sama tíma. Kíkið á þessa frábæru sýningu!
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón