A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Til fyrirmyndar: Eldri borgarar á Ströndum

| 01. desember 2011
Myndir úr daglegu lífi eldri íbúa á Ströndum. Til fyrirmyndar. Myndir IV.
Myndir úr daglegu lífi eldri íbúa á Ströndum. Til fyrirmyndar. Myndir IV.
« 1 af 17 »
Það er vel við hæfi á þessum fyrsta degi aðventunnar að tilnefna eldri íbúa á Ströndum til fyrirmyndar fyrir öflugt framlag og virka þátttöku í menningar- og félagslífi hérlendis sem erlendis og fyrir gefandi nærveru. Spila- og skákdagar í flugstöðinni á sunnudögum, samveru- og upplestrarstundir á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík á miðvikudögum, boccia í Íþróttamiðstöðinni á föstudögum og skiplagðar gönguferðir um Hólmavík og nágrenni tvisvar í viku er meðal þess sem Félag eldri borgara í Strandabyggð stendur fyrir en formaður félagsins er Maríus Kárason....
Meira

Grænfánaverkefnið eflist á Íslandi

| 30. nóvember 2011
Skólum á grænni grein vex fiskur um hrygg á fullveldisdaginn, 1. desember. Þá verður undirritaður þriggja ára styrktarsamningur milli umhverfisráðuneytisins, mennta- menningarmálaráðuneytisins og Landverndar, sem stýrir verkefninu en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Grunnskólinn á Hólmavík er einn þeim skólum sem eru til fyrirmyndar í umhverfismálum og hafa hlotið Grænfánann....
Meira

Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík í dag

| 30. nóvember 2011
Í dag verður opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík milli kl. 13:00 -14:00 í tilefni af ADHD dögum í skólanum sem hafa staðið í viku. Markmiðið með verkefninu er að auka fræðslu og skilning á ADHD röskun sem leiðir til betri hegðunar, líðan og viðhorfa í samfélaginu. Nemendur sýna verkefni sín á opna húsinu, myndband frá vikunni, tónlistaratriði og listaverk nemenda verður afhjúpað. Allir eru velkomnir á opna húsið.

 

Fjölgun starfa í leikskólanum Lækjarbrekku

| 29. nóvember 2011
Tvær 100% stöður í leikskólanum Lækjarbrekku
Vegna fjölgunar nemenda auglýsir leikskólinn Lækjarbrekka tvær tímabundnar stöður leikskólakennara/leiðbeinenda lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær 100% stöður með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Annars vegar leitum við eftir starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst. Hins vegar leitum við eftir starfsmanni sem gæti hafið störf 1. febrúar 2012. Bæði störf eru tímabundin fram á vorið.

Matráður og ræstitæknir 

Við auglýsum einnig eftir starfsmanni í starf matráðs og ræstitæknis. Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2012.

...
Meira

Fjárhagsáætlun 2012 - hugmyndir óskast

| 29. nóvember 2011
Mynd: JJ.
Mynd: JJ.


Sveitarfélagið Strandabyggð leggur áhersla á að halda áfram þróun og uppbyggingu á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á til eflingar lífsgæða íbúa Strandabyggðar. Til að svo megi vera reynir á skapandi hugsun og aðhaldssemi sveitarstjórnar, nefnda og alls þess öfluga fólks sem starfar hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur einnig eftirfarandi að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar 2012:

-Viðhalda þjónustustigi grunnþjónustu sveitarfélagsins
-Halda áfram að ná niður rekstrarkostnaði starfseininga Strandabyggðar
-Halda yfirvinnu í lágmarki í starfseiningum Strandabyggðar

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón