A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr sveitarstjóri í Strandabyggð

| 29. júní 2012
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd Jón Jónsson.
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd Jón Jónsson.
Það er ánægjuefni að tilkynna nú í upphafi Hamingjudaga 2012 að Andrea K. Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr sveitarstjóri í Strandabyggð. Andrea er útskrifuð úr meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. 

Andrea hefur víðtæka starfsreynslu. Hún er stjórnarformaður Kortaþjónustunnar hf. og gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum hjá Intrum á árunum 1998 - 2009. 

Andrea kemur til starfa 7. ágúst n.k. en núverandi sveitarstjóri, Ingibjörg Valgeirsdóttir, lætur af störfum 1. september 2012.

29 umsækjendur voru um starf sveitarstjóra Strandabyggðar. Einn umsækjendanna, Arnar Snæberg Jónsson, dró umsókn sína til baka.

Ingó töframaður í Félagsheimilinu í kvöld

| 29. júní 2012
Ingó beygir gaffal með hugarorkunni einni saman!
Ingó beygir gaffal með hugarorkunni einni saman!
Í kvöld kl. 20:00 fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík einn af hápunktum Hamingjudaga 2012. Þá mætir á svæðið Ingó Geirdal töframaður með aldeilis magnaða töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna. Ingó er einn allra magnaðasti töframaður heims og hefur sýnt sín ótrúlegu töfrabrögð á fjölda skemmtana og í sjónvarpsþáttum í Evrópu og Asíu. Á sýningunni, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, mun Ingó bjóða upp á mögnuð töfrabrögð, hugsanalestur og sjónhverfingar á heimsmælikvarða, í töfrasýningu sem rokkar. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500 fyrir 6 ára og eldri. Ekki missa af þessu!

Formleg opnun á sýningum

| 29. júní 2012
Mægður og myndir í Ráðaleysi - ljósm. ASJ
Mægður og myndir í Ráðaleysi - ljósm. ASJ
Í dag, föstudaginn 29. júní, verða tvær formlegar opnanir á sýningum á Hólmavík. Formleg opnun á myndlistarsýningunni Mæðgur og myndir sem sýnir glæsileg myndlistarverk mæðgnanna Bjarkar Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur er í Ráðaleysi kl. 16:00. Formleg opnun á sýningunni Strandastelpa, frá Yangjiang norður í Trékyllisvík eftir Ingibjörgu Valgeirsdóttur verður í Hnyðju kl. 17:00 í dag.


Allir gestir Hamingjudagar eru hjartanlega velkomnir á opnanir þessara glæsilegu sýninga.

Hamingjugetraunin komin í hús

| 28. júní 2012
Anna og Siggi passa upp á krukkuna góðu - ljósm. ASJ
Anna og Siggi passa upp á krukkuna góðu - ljósm. ASJ
Hamingjugetraunin er komin í hús á Upplýsingamiðstöðinni og Galdrasýningunni á Hólmavík. Hún snýst um að giska á hversu mörg hjörtu eru í krukku sem staðsett er á sýningunni, skrifa giskið niður og skila því í þar til gerðan kjörkassa. Hver einstaklingur má bara giska einu sinni - tvö eða fleiri atkvæði ógilda þátttökuna. Verndarar leiksins eru hinir frábæru starfsmenn Galdrasýningarinnar - þau Sigurður Atlason, Anna Björg Þórarinsdóttir og Liisa Pipponen.

Kíkið á þau, fáið ykkur kynngimagnaðan krækling eða kaffisopa og takið þátt í Hamingjugetrauninni 2012!

Hamingjulagið 2012 - Hamingjudagur

| 28. júní 2012
Hamingjulagið 2012 er komið út. Það heitir Hamingjudagur og er fjörugt og grípandi lag eftir Jón Halldórsson frá Hrófbergi við texta Höskuldar Búa Jónssonar. Jón hefur gefið lagið út á diski auk níu annarra laga. Meðal þeirra er hið fornfræga lag Strandamenn sem nú er loksins komið á geislann. Hægt er að kaupa diskinn í Handverksbúð Strandakúnstar í gömlu N1-sjoppunni og einnig hjá Jóni sjálfum.

Hér má heyra brot úr laginu
.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón