A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjulagið 2012 - Hamingjudagur

| 28. júní 2012
Hamingjulagið 2012 er komið út. Það heitir Hamingjudagur og er fjörugt og grípandi lag eftir Jón Halldórsson frá Hrófbergi við texta Höskuldar Búa Jónssonar. Jón hefur gefið lagið út á diski auk níu annarra laga. Meðal þeirra er hið fornfræga lag Strandamenn sem nú er loksins komið á geislann. Hægt er að kaupa diskinn í Handverksbúð Strandakúnstar í gömlu N1-sjoppunni og einnig hjá Jóni sjálfum.

Hér má heyra brot úr laginu
.

Hamingjan að skella á - PubQuiz í kvöld

| 28. júní 2012
Jón og Dagrún bíða spennt eftir kvöldinu - ljósm. strandir.is
Jón og Dagrún bíða spennt eftir kvöldinu - ljósm. strandir.is
Sennilega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum manni að Hamingjudagar á Hólmavík eru haldnir nú um helgina. Í kvöld hefst hátíðin með PubQuiz á Café Riis kl. 20:00. Umsjónarmenn þar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson á Kirkjubóli og lofa þau fjölbreyttum og skemmtilegum spurningapakka. Einnig er spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttir mætt á svæðið og býður upp á tíma á Höfðagötu 7 frá kl. 10:00-13:00 og 14:00-17:00 í dag, tímapantanir í s. 861-2505. 

Búist er við talsverðum fjölda manns á Hamingjudaga, enda spáin fín og stemmningin góð í bænum. 

Skrifstofa Strandabyggðar lokuð 9. - 20. júlí

| 27. júní 2012
Skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð 9. - 20. júlí 2012 vegna sumarleyfa starfsfólks. 


Starfsfólk verður í leyfi sem hér segir:
Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri 2. - 20. júlí 2012
Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri 9. - 20. júlí og 2. ágúst - 29. ágúst 2012
Elfa Björk Bragadóttir, fulltrúi á skrifstofu, 2. - 30. júlí 2012
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri, 16. júlí - 16. ágúst 2012
Arnar Snæberg Jónsson, tómstundafulltrúi, 9. júlí - 10. ágúst 2012

Gleðilegt sumar!

Sveitarstjórnarfundur 1198

| 22. júní 2012

Fundur 1198 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 26. júní 2012. Fundurinn verður haldinn í Hnyðju og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Hverfisstjórar og hverfisfundir

| 22. júní 2012
Nú hafa loksins verið ráðnir hverfisstjórar fyrir Hamingjudaga. Þeir eru:

Steina Þorsteinsdóttir í gula hverfinu
Árný Huld Haraldsdóttir í rauða hverfinu
Ingibjörg Benediktsdóttir í appelsínugula hverfinu
Árdís Rut Einarsdóttir í bláa hverfinu 

Hlutverk hverfisstjóra er ekki að vinna við að setja upp skreytingar einn síns liðs eða segja öðrum fyrir verkum :) Þeim er hins vegar ætlað að ákveða tíma fyrir hverfisfundi, koma út auglýsingum um þá og hvetja til umræðu og skipulagningar um skreytingar, hverfislög og allt sem fólki dettur í hug að gera. Einnig ganga hverfisstjórarnir í hús og safna tertuloforðum á Hnallþóruhlaðborðið.

Sá háttur verður síðan hafður á hér eftir að hverfisstjórarnir útnefna nýja fyrir næsta ár strax eftir Hamingjudaga. Þannig verður þetta embætti sjálfbært með öllu :)

Hverfisfundir verða haldnir sem hér segir:
Rauða hverfið - félagsheimilið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Appelsínugula hverfið - Grunnskólinn kl. 
20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Bláa hverfið - Kvenfélagshúsið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní 
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón