A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jafnréttismál á Ströndum og Reykhólahreppi

| 07. nóvember 2011
Mynd IV
Mynd IV

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur hafa ákveðið að jafnréttismál falli undir Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Sveitarfélagið Strandabyggð sendi tillögu að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið til umsagnar til Jafnréttisstofu sem hefur skilað athugasemdum. Sú vinna verður lögð til grundvallar í sameiginlegri jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélögin fjögur auk þess sem nefndin mun vinna aðgerðaráætlun sem fellur inn í áætlunina.  

Jafnréttismál féllu áður undir Atvinnumála- og hafnarnefnd í Strandabyggð.

Varðandi rjúpnaveiði í Strandabyggð

| 02. nóvember 2011

Eins og auglýst hefur verið er rjúpnaveiði ekki leyfð í landi í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar. Skrifstofu Strandabyggðar hefur borist fyrirspurn um hvaða land tilheyri sveitarfélaginu. Um er að ræða jarðirnar Skeljavík, Víðidalsá og hluta Kálfaness í Steingrímsfirði og Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þar sem rjúpnaveiðitímabil er nýhafið er rétt að benda veiðimönnum á að enginn almenningur eða afréttur er á Ströndum, en allt land í einkaeigu. Því þarf ávallt leyfi landeigenda til að stunda veiðar á svæðinu. 

Rjúpnaveiðimenn á Íslandi eru hvattir til að gæta bæði hófs og varkárni við veiðarnar.

Lionsklúbburinn styður við samfélagsleg verkefni á Ströndum

| 01. nóvember 2011
Tannlæknastóllinn á Hólmavík. Mynd: Ragnheiður H. Halldórsdóttir.
Tannlæknastóllinn á Hólmavík. Mynd: Ragnheiður H. Halldórsdóttir.
Lionsklúbburinn á Hólmavík færði Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík tannlæknastól að gjöf sem tekinn var í notkun í sumar. Einnig komu að gjöfinni Hólmadrangur og Kvenfélagið Glæður á Hólmavík. Lionsklúbburinn á Hólmavík hefur stutt vel við samfélagslega mikilvæg verkefni á Ströndum undanfarna áratugi.  Hluti af fjáröflun Lionsfélaga er innkoma á árlegu sjávarréttakvöldi sem klúbburinn hefur staðið fyrir og verður haldið næst laugardaginn 5. nóvember. 

Sjávarréttarkvöld Lionsklúbbsins eru afar vinsæl og því mikilvægt að panta borð sem allra fyrst. Hægt er að hafa samband við Jón E. Halldórsson (862-8735) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og 863-3844). Húsið opnar kl. 19:30 og verð er kr. 3.500 (ekki posi).

Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál

| 01. nóvember 2011
Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 10. nóvember n.k. Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja framsögu um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, stöðu þeirra í dag og fyrirhugaðar breytingar.
 
Á fundinum verða einnig stuttar framsögur þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í atvinnugreinunum hér.
...
Meira

Sviðsstjórar í Strandabyggð

| 31. október 2011
Á vinnufundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í dag var ákveðið að skipa eftirfarandi sviðsstjóra yfir svið sveitarfélagsins:


Athafnasvið - Jón Jónsson

Menntasvið - Ingibjörg Benediktsdóttir

Tómstundasvið - Katla Kjartansdóttir

Umhverfis - og skipulagssvið - Jón Gísli Jónsson

Velferðarsvið - Bryndís Sveinsdóttir

Sveitarstjórn vinnur nú að undirbúningi að erindisbréfum fyrir nýjar nefndir. Núverandi nefndir eru starfandi fram að næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður í lok nóvember.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón