Starf sveitarstjóra Strandabyggðar
Starf sveitarstjóra í Strandabyggð er laust til umsóknar og er leitað eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.
Í Strandabyggð búa rúmlega 500 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt, grunnskóli, leikskóli og tónskóli. Nánari upplýsingar um Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.
Meira