Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku
Allir íbúar og gestir á Ströndum eru hvattir til að skoða sýninguna sem stendur uppi fram yfir Hamingjudaga 2012.
Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps verður í sumarfríi frá 4.-14.júní 2012. Ef brýn barnaverndarmál koma upp vinsamlega hafið samband við 112. Ef um annars konar mál eru að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á félagsmalastjori@strandabyggd.is.
Hildur Jakobína Gísladóttir
Félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps
Frekari upplýsingar um Skákhátíð á Ströndum á Facebook-síðu hátíðarinnar og www.skak.is.
Sveitarstjórn Strandabyggðar fór yfir tilboð í 4 herbergja íbúð í raðhúsi að Austurtúni 8 á Hólmavík á vinnufundi sveitarstjórnar í gær. Ekki fengust viðunandi tilboð í eignina. Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa íbúðina til tímabundinnar útleigu frá 15. júní - 15. ágúst 2012. Íbúðin er jafnframt ennþá á sölu.
Umsóknir skal senda með pósti merkt: Skrifstofa Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða senda umsókn í tölvupósti merkt strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi 11. júní 2012. Þeim umsækjendum sem þegar eiga umsóknir um leiguhúsnæði er bent á að endurnýja umsóknir sínar samkvæmt reglum, sjá hér að neðan.
Sveitarstjórn úthlutar íbúðunum samkvæmt eftirfarandi reglum sem samþykktar voru í sveitarstjórn 21. júní 2011:
Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði
í eigu sveitarfélagsinsStrandabyggðar
Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011
...
Verð fyrir námskeiðið er kr. 10.000.- fyrir hvert barn, en jafnframt er veittur systkinaafsláttur á þann veg að greiddar eru 7.500 kr. fyrir annað barn, 5.000 kr. fyrir þriðja og fjórða barn. Skráning fer fram hjá Árnýju í netfangið arnyhuld@hotmail.com eða í síma 848 4090. Fólk er beðið um að skrá börn sín til leiks í síðasta lagi sunnudaginn 1. júlí. Ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki fellur námskeiðið niður.
Auglýsingu og tímatöflu námskeiðsins má sjá með því að smella hér.