Róbert er þekktur fyrir skemmtilega taflmennsku og sókndirfsku, og hægt að bóka að fjölteflið verður skemmtilegt. Fjölteflið er öllum opið og þátttaka kostar ekkert. Leyfilegt er að búa til 2ja manna lið, sem sameinast um eina skák í glímunni við meistarann.
Á föstudagskvöldinu er svo komið að hinu stórskemmtilega tvískákarmóti í Hótel Djúpavík. Laugardaginn 23. júní verður síðan haldið afmælismót Róberti til heiðurs í samkomuhúsinu í Trékyllisvík, þar sem Róbert verður heiðraður fyrir frábæran stuðning við skáklíf á Ströndum, enda hefur enginn skákmeistari tekið þátt í jafnmörgum skákviðburðum á Ströndum. Sunnudaginn 24. júní verður hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði. Auk þess verður efnt til hins árlega landsleiks í fótbolta milli gestanna og Ungmennafélagsins Leifs heppna, haldin brenna, boðið uppá fjöltefli og fleira skemmtilegt.
Frekari upplýsingar um Skákhátíð á Ströndum á Facebook-síðu hátíðarinnar og www.skak.is.
