A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Viltu koma út að leika?

| 29. maí 2012
Sólarsamba á Hólmavík - ljósm. af vef Grunnskólans
Sólarsamba á Hólmavík - ljósm. af vef Grunnskólans
Sumarnámskeiðið Viltu koma út að leika? verður haldið á Hólmavík í sumar fyrir börn á aldrinum 6-13 ára. Námskeiðið mun standa yfir í tvær vikur alla virka daga á tímabilinu 9.-20. júlí og fer að öllu leyti fram utandyra. Þessi skemmtilega hugmynd og framkvæmd kemur frá systrunum Árnýju Huld og Guðmundínu Arndísi Haraldsdætrum sem eru jafnframt leiðbeinendur á námskeiðinu. Helstu viðfangsefni þess eru skynfæri og hreyfigeta, útileikir, þrautir, sögur og ævintýri. Þáttakendum verður skipt upp í tvo hópa, 6-10 ára og 11-13 ára og mun yngri hópurinn vera á námskeiðinu frá kl. 10:00-12:00 og eldri hópurinn frá kl. 13:00-15:00.


Verð fyrir námskeiðið er kr. 10.000.- fyrir hvert barn, en jafnframt er veittur systkinaafsláttur á þann veg að greiddar eru 7.500 kr. fyrir annað barn, 5.000 kr. fyrir þriðja og fjórða barn. Skráning fer fram hjá Árnýju í netfangið arnyhuld@hotmail.com eða í síma 848 4090. Fólk er beðið um að skrá börn sín til leiks í síðasta lagi sunnudaginn 1. júlí. Ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki fellur námskeiðið niður. 


Auglýsingu og tímatöflu námskeiðsins má sjá með því að smella hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón