Fundur í Umhverfis- og skipulagsnefnd
Fundur 1196 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í Hnyðju þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 16:00.
Fyrirtæki farin að skrá sig til þátttöku: Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík 16. maí 2012
Meira
Starfsleyfi fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur
Að fenginni umsókn Sorpsamlags Strandasýslu um starfsleyfi fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur, hefur Umhverfisstofnun unnið tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemina. Umsókn Sorpsamlags Strandasýslu, fylgigögn og tillaga að starfsleyfi liggja frammi til kynningar í móttöku Strandabyggðar í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík, á tímabilinu 9. maí - 4. júlí 2012. Öllum er frjálst að skoða gögnin og gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflega og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. júlí 2012.
Íbúðarhúsnæði að Austurtúni 8 til sölu
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúðarhúsnæði að Austurtúni 8, 510 Hólmavík til sölu. Um er að ræða 117,5 fm, fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Á neðri hæð er stofa, eldhús, klósett, þvottahús og lítil geymsla. Á efri hæð eru þrjú svefniherbergi og baðherbergi. Íbúðin er í fallegu raðhúsi sem var byggt árið 1989. Hún er laus til afhendingar 1. júní 2012.
Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veitir Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri í síma 616 9770 eða sendið póst á sveitarstjori@strandabyggd.is.