A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundur í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd 8. maí

| 02. maí 2012
Frá Góuskemmtun í vetur - ljósm. strandir.is
Frá Góuskemmtun í vetur - ljósm. strandir.is

Fundur verður haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd þann 8. maí 2012 kl. 17:00 í fundasal sveitarfélagsins í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Erindi sem leggja á fyrir fundinn skal senda á skrifstofu Strandabyggðar eða á sogusmidjan@strandir.is í síðasta lagi á föstudaginn.

Nefndin er þannig skipuð: 
 

Aðalmenn
Jón Jónsson formaður
Rúna Stína Ásgrímsdóttir, varaform.  
Árný Huld Haraldsdóttir, ritari           
Jón Vilhjálmur Sigurðsson                 
Matthías Lýðsson         
                    

Varamenn
Andrea Marta Vigfúsdóttir               
Rósmundur Númason
Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir
Sverrir Guðbrandsson
Kristín S. Einarsdóttir
 

Fjöldi fólks lagði leið sína á handavinnusýningu 1. maí

| 01. maí 2012
Myndir Ingibjörg Sigurðardóttir, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra.
Myndir Ingibjörg Sigurðardóttir, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra.
« 1 af 15 »
Straumur af fólki var í allan dag á handavinnusýningu félagsstarfs eldri borgara í Strandabyggð. Sýningin fór fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og mátti þar sjá fjölmarga muni sem eldri borgarar hafa unnið í vetur en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur umsjón með félagsstarfinu. Eftir áramót var opnuð smíðastofa á vegum félagsstarfsins í Grunnskólanum á Hólmavík og var sú kærkomna viðbót starfrækt einu sinni í viku og verður framhald á þeirri starfsemi næsta haust. Meðfylgjandi myndir tók Ingibjörg Sigurðardóttir í dag.

Handavinnusýning - félagsstarf aldraðra í Strandabyggð

| 01. maí 2012
Mynd IV
Mynd IV

1. maí verður haldin sýning á munum unnum í félagsstarfi aldraðra í Strandabyggð. Sýningin er í félagsheimili Hólmavíkur frá kl. 14:00 - 17:00.

Allir velkomnir!

Þjónustusamningur við dýralækni

| 30. apríl 2012
Mynd frá Sauðfjársetrinu
Mynd frá Sauðfjársetrinu
Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Gísla Sverri Halldórsson, dýralækni, um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustusvæði 2, (Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur), sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Um skammtímasamning er að ræða sem gildir á tímabilinu 1.05.2012-1.06.2012.

Áfram er unnið að því að tryggja varanlega dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 2.

Gísli Sverrir mun hafa aðstöðu að Ægisbraut 19 í Búðardal en símanúmer hans eru: 434-1122, 862-9005

Bókasafnið opið 1. maí 2012

| 30. apríl 2012

Héraðsbókasafn Strandasýslu verður opið þriðjudagskvöldið 1. maí kl 19:30-20:30, þrátt fyrir að um almennan frídag sé að ræða. Fjöldi nýrra bóka er nú inni á safninu og meðal vinsælla bóka má nefna eftirfarandi:

 

Margit Sandemo: Lífsgleði

Gísli Rúnar: Ég drepst þar sem mér sýnist

Magnús Þór Hafsteinsson: Dauðinn í Dumbshafi

Adam Blade: Óvættaför nr 1-Elddrekinn Fernó

Ingólfur Margeirsson: Lífsjátning-æviminningar Guðmundur Elíasdóttur

Óttar Norðfjörð: Lygarinn-hljóðbók

Elsebeth Egholm: Líf og limir

Thomas Enger: Skindauði

 

Það kostar aðeins 2900 kr á ári að vera með bókasafnsskírteini.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón