A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leiðrétting: Stellið er frá Lionsklúbbi Hólmavíkur

| 18. október 2011
Vegna fréttar um borðbúnað í Félagsheimilinu á Hólmavík þá hefur skrifstofunni borist þær upplýsingar að það hafi verið Lionsklúbbur Hólmavíkur sem gaf Félagsheimilinu matarstellið með merki Hólmavíkurhrepps. Að sögn Salbjargar Engilberts- dóttur umsjónarmanns Félagsheimilisins gaf Kvenfélagið Glæður kaffistellið. Þessar góðu gjafir eru ekki lánaður út úr húsi.   

Gjaldskrá má sjá hér.

Fundir sveitarstjórnar og Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar

| 17. október 2011

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 25. október 2011. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og hefst kl. 16:00.

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd mun halda fund fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 18:00. Vinsamlegast sendið erindi á Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa í netfangið gisli@tvest.is eða skilið þeim inn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 fyri kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 19. október. Hægt er að ná í byggingarfulltrúa í síma 892 3952.

Útleiga á borðbúnaði, dúkum og húsgögnum

| 17. október 2011

Meðfylgjandi gjaldskrá vegna útleigu á borðbúnaði, dúkum og húsgögnum í eigu Félagsheimilisins á Hólmavík til notkunar utan hússins (sjá hér) tók gildi 14. október 2011. Salbjörg Engilbertsdóttir umsjónarmaður Félagsheimilisins tekur á móti pöntunum á skrifstofutíma í síma 451 3510. Einnig er hægt að senda póst á skrifstofa@strandabyggd.is.

Kvenfélagið Glæður gaf Félagsheimlinu á Hólmavík fallegan borðbúnað með merki Hólmavíkurhrepps á sínum tíma. Sá borðbúnaður er ekki leigður út úr húsi.

Fundur með fjárlaganefnd í dag

| 14. október 2011
Rétt í þessu var að ljúka fundi sveitarstjóra Strandabyggðar með fjárlaganefnd Alþingis. Á fundinum lagði Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri megináherslu á að undirbúningur við stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík yrði hafinn árið 2012 en verkefnið var valið eitt af 7 verkefnum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2012. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til undirbúningsvinnu og þarfagreiningar vegna stofnunar framhaldsskóladeildar á Hólmavík sem þjónustað getur nemendur í Strandabyggð, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og jafnvel Dalabyggð og víðar. Fyrirmynd verkefnisins er samstarf á milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar þar sem boðið er upp á tveggja ára námsframboð á framhaldsskólastigi en framhaldsskóladeildin í Vesturbyggð hefur haft jákvæð áhrif í för með sér á samfélög á sunnanverðum Vestfjörðum....
Meira

Jón og séra Jón í Bragganum

| 14. október 2011
Bíó í Bragganum í kvöld!
Bíó í Bragganum í kvöld!
Kvikmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri, en hún hlaut m.a. áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar og hefur verið sýnd í Bíó Paradís við frábærar undirtektir. Nú er komið að því að sýna myndina á Hólmavík, en sýningin fer fram í Bragganum í kvöld, föstudaginn 14. október og hefst kl. 21:00. Eftir sýningu myndarinnar svarar Steinþór, höfundur myndarinnar, fyrirspurnum úr sal. Myndin segir frá séra Jóni Ísleifssyni sem var lengi sóknarprestur í Árnesi á Ströndum. Séra Jón lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Þegar myndin var tekin var svo komið að meirihluti sóknarbarna hafði skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli.    

Er séra Jón óhæfur prestur?  Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum.  
 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón