A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Göngudagur fjölskyldunnar á fimmtudag kl. 17:00

| 26. september 2011
Göngugarpar í Strandabyggð - ljósm. JJ
Göngugarpar í Strandabyggð - ljósm. JJ
Fimmtudaginn 29. september verður Göngudagur fjölskyldunnar haldinn í Strandabyggð. Gangan hefst við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík kl. 17:00. Allir eru boðnir velkomnir og alls ekki er skilyrði að menn gangi alla leið. Gengið verður upp göngustíginn um Kálfanesborgir, staldrað við hjá Skólavörðu og áð við Háborgarvörðu. Þar mun hópurinn skrá nöfn sín í gestabók, borða nesti og eiga notalega stund saman áður en gengið verður áfram niður að grunnskólanum og síðan þaðan að íþróttamiðstöðinni. Fólk er hvatt til að taka nesti með sér í gönguna, t.d. kakó, samlokur, kleinur eða annað góðgæti sem smakkast hvergi betur en undir berum himni.  

Markmið göngudagsins er að öll fjölskyldan eigi góða stund saman við holla hreyfingu í góðum félagsskap. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að ungmenni sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum og stunda íþróttir, útivist og annað skipulagt æskulýðsstarf eru síður líkleg en aðrir til að hefja neyslu fíkniefna á lífsleiðinni. Tíminn sem við verjum með börnum okkar við heilbrigðar og gefandi tómstundir er því ekki bara dýrmætur meðan á honum stendur; áhrifin af þessum stundum endast allt lífið.  

Sjáumst hress og kát næsta fimmtudag kl. 17:00!
 

Líflegt félagsstarf eldri borgara í Strandabyggð

| 26. september 2011
Heiðurskonur á leið í Félagsheimilið - ljósm. IV
Heiðurskonur á leið í Félagsheimilið - ljósm. IV
« 1 af 6 »
Síðastliðinn þriðjudag hófst félagsstarf eldri borgara á vegum Strandabyggðar. Starfsemin er í Félagsheimilinu á Hólmavík og verður þar á öllum þriðjudögum í vetur frá kl. 14:00 til 17:00. Eins og mörg undanfarin ár er Ingibjörg Sigurðardóttir umsjónarmaður félagsstarfsins, en á fundi sem haldinn var um málefni aldraðra í síðastliðinni viku hvatti Ingibjörg sem flesta til að taka þátt í starfinu, enda er það bæði skemmtilegt og gefandi.

Fulltrúi strandabyggdar.is var að sjálfsögðu á staðnum þegar vetrarstarfið hófst síðastliðinn þriðjudag og smellti af nokkrum skemmtilegum myndum.
 

Frábær þátttaka í starfsmannagleði Strandabyggðar

| 23. september 2011

Starfsmannagleði Strandabyggðar verður haldin föstudaginn 30. september nk. Þá smella starfsmenn Strandabyggðar af öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins, nefndum og sveitarstjórn, sér í stuðgírinn, binda þverslaufuna, pússa spariskóna og túpera hárið áður en þeir fjölmenna á Café Riis og skemmta sér saman fram á nótt við ljúffengan mat og heimatilbúin skemmtiatriði. Skráning á starfsmannagleðina er enn í fullum gangi, en um 60 manns hafa þegar skráð sig til leiks. Skráningarnetfangið er tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Allir sem ekki hafa skráð sig eru hvattir til að skella sér í það og mæta síðan galvösk á þennan skemmtilega viðburð!

 


Starfsmannagleðin er haldin í framhaldi af starfsdegi starfsfólks sveitarfélagsins í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hann stendur yfir frá kl. 13:00-16:00, en á honum verður unnið að því að efla jákvæða uppbyggingu, stuðla að áframhaldandi þróun á starfsemi sveitarfélagsins og skapa sterkari liðsheild.
 

Sveitarstjórnarfundur 27. september 2011

| 22. september 2011
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 27. september n.k. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 og hefst hann kl. 16:00.

Fundur verður haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd mánudaginn 26. september 2011 kl. 18:00. Vinsamlegast sendið erindi á byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugsson, í netfangið gisli@tvest.is  

Hreyfing á fólki á Ströndum

| 21. september 2011
Göngum í skólann. Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík með mikilvæg skilaboð til íbúa. Myndir IV.
Göngum í skólann. Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík með mikilvæg skilaboð til íbúa. Myndir IV.
« 1 af 7 »
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hafa undanfarna daga tekið þátt í verkefninu göngum í skólann. Allir þeir sem hafa gengið eða hjólað í skólann hafa daglega sett grænt laufblað á tré í skólanum. Með verkefninu er stuðlað að aukinni hreyfingu á sama tíma og vakin er athygli á þeirri mengun sem bifreiðar valda, bæði með útblæstri og hávaða. Sá hluti verkefnisins að skrá hreyfingu sína á tré hefur staðið yfir frá 14. september s.l. og lauk í dag með hópgöngu allra nemenda um Hólmavík. Nemendurnir höfðu hannað hvatningarskilti með mikilvægum skilaboðum til allra íbúa Strandabyggðar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón