Fara í efni

Fimm sveitarstjórnir funduðu í Hnyðju

25.04.2012
Sveitarstjórnir Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar komu saman til fundarhalda í Hnyðju s.l. mánudag. Á dagskrá fundarins voru sameiginleg hagsmu...
Deildu
Sveitarstjórnir Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar komu saman til fundarhalda í Hnyðju s.l. mánudag. Á dagskrá fundarins voru sameiginleg hagsmunamál á svæðinu. M.a. var rætt um stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík, sýslumannsembætti á svæðinu, rekstur og þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og möguleg samstarfsverkefni þessara sveitarfélaga.

Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða kynnti vinnu við atvinnustefnu á Ströndum og Reykhólahreppi sem nú er að hefjast. Atvinnustefnan verður unnin í samráði við atvinnumálanefndir og sveitarstjórnir á svæðinu og er stefnt að því að hún verði tilbúin næsta haust. 
Til baka í yfirlit