A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleðilegt sumar!

| 19. apríl 2012
Mynd IV
Mynd IV
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars! Sumarblíðan lét sjá sig á Hólmavík og nágrenni s.l. helgi og götur bæjarins fylltust af gangandi vegfarendum, skokkandi íbúum og hjólandi börnum. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega í umferðinni og hjólreiðamenn minntir á hjálmana. Takk fyrir nýliðinn vetur!

Tilkynning frá sveitarstjóra

| 18. apríl 2012

Kæru íbúar Strandabyggðar.

Ég hef tekið þá afar erfiðu ákvörðun að segja upp starfi mínu sem sveitarstjóri Strandabyggðar frá og með 1. september 2012 vegna fjölskylduástæðna.

Það eru spennandi tímar framundan í okkar öfluga samfélagi - eins og alltaf!

Með hlýju þakklæti,
Ingibjörg

Hnyðja skal hún heita

| 17. apríl 2012
Framkvæmdum í Hnyðju er nú að mestu lokið og hefur móttaka Strandabyggðar verið flutt niður.
Framkvæmdum í Hnyðju er nú að mestu lokið og hefur móttaka Strandabyggðar verið flutt niður.

Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var í Strandabyggð í kvöld var samþykkt að neðsta hæðin í Þróunarsetrinu hljóti nafnið Hnyðja. Var nafnið samþykkt með fjórum atkvæðum en alls bárust 117 tillögur í samkeppni um nafn á hæðina og þakkar sveitarfélagið fyrir þessa glæsilegu þátttöku.

Móttaka Strandabyggðar var flutt niður í Hnyðju í dag þar sem íbúar geta nú sótt þjónustu sveitarfélagsins. Vonast er til að truflanir á síma- og netsambandi á morgun verði sem minnstar og er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þær kunna að valda. Formleg opnun verður haldin föstudaginn 4. maí n.k. og verður hún auglýst nánar síðar.

Truflanir vegna flutninga

| 17. apríl 2012
Vegna flutninga móttöku sveitarfélagsins Strandabyggðar niður á neðstu hæð Þróunarsetursins má búast við truflunum á síma- og netsambandi í dag og á morgun. Er beðist velvirðingar á þeim töfum á þjónustu sem þetta kann að valda.

117 tillögur bárust í nafnasamkeppni

| 13. apríl 2012
Neðsta hæðin verður fljótlega tekin í notkun. Mynd IV
Neðsta hæðin verður fljótlega tekin í notkun. Mynd IV
Alls bárust 117 tillögur í samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu sem nú verið að taka í notkun. Sveitarstjórn Strandabyggðar bíður það vandasama verk að velja nafn á hæðina á sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður þriðjudaginn 17. apríl 2012. Vinningshafi verður heiðraður sérstaklega á formlegri opnun sem haldin verður fyrir íbúa og verður auglýst nánar síðar. Tillögurnar 117 má sjá hér. Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir þessa glæsilegu þátttöku. Spennandi verður að sjá niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón