Til hamingju með frumsýningardaginn!
| 27. mars 2012
Stuðmanna söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld kl. 20:00. Uppsetningin er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er í leikstjórn Arnars S. Jónssonar og tónlistarstjórn Borgars Þórarinssonar. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Bjarni Ómar Haraldsson. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélagi Hólmavíkur. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar sýningarhópnum innilega til hamingju með daginn!
Börn og unglingar á Ströndum eru einstaklega öflug og setja sterkan svip á daglegt líf á svæðinu. Á síðasta sveitarstjórnarfundi samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar eftirfarandi bókun:
...
Meira
Börn og unglingar á Ströndum eru einstaklega öflug og setja sterkan svip á daglegt líf á svæðinu. Á síðasta sveitarstjórnarfundi samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar eftirfarandi bókun:
...
Meira