A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lokanir í Ţróunarsetrinu vegna framkvćmda

| 22. desember 2011
Mynd: Hildur Jakobína Gísladóttir
Mynd: Hildur Jakobína Gísladóttir
Lokað verður í Þróunarsetrinu á Þorláksmessu vegna vinnu við breytingar á rafmagni og símatengingum á neðstu hæðinni. Öll þjónusta í Þróunarsetrinu fellur niður á morgun vegna þessa.

Einnig verður lokað í eftirfarandi stofnunum vegna framkvæmdanna:

28. desember 2011
Skrifstofu sveitarfélagsins Strandabyggðar

29. desember 2011
Menningarráði Vestfjarða
Þjóðfræðistofu
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Náttúrustofu Vestfjarða

Opnanir í íţróttamiđstöđinni um hátíđarnar

| 21. desember 2011
 

Fyrirrhugaðir opnunartímar(lokunar) um jól og áramót eru eftirfarandi.

 

Aðfangadag 24. desember lokað

Jóladag 25. desember lokað

Annar í jólum 26. desember opið 15:00 - 21:00. Sundlaug opin kl. 18:00 - 21:00 ef veður og kæling leyfir

 

Gamlársdagur 31. desember lokað

 Nýársdagur 1. janúar  lokað

Íþróttamiðstöðin óskar íbúum öllum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Krakkadagur á fimmtudaginn

| 21. desember 2011
Strandakrakkar í jólaskapi - ljósm. af vef Grunnskólans á Hólmavík
Strandakrakkar í jólaskapi - ljósm. af vef Grunnskólans á Hólmavík
Ungmenni á Hólmavík eru hvergi bangin við að finna upp og prófa nýja hluti. Nemendur í tíunda bekk Grunnskólans á Hólmavík eru þar engin undantekning, en þau eru að safna sér fyrir útskriftarferð næsta vor. Í þeim tilgangi hefur verið ákveðið að halda Krakkadag fimmtudaginn 22. desember frá kl. 13:00-17:00. Dagurinn er ætlaður krökkum í 1.-4. bekk og samanstendur af skemmtilegri dagskrá utan- og innandyra um alla Hólmavík, en allar frekari upplýsingar má nálgast með því að smella hér. Hægt er að panta pláss til kl. 11:00 á fimmtudag hjá Stellu í síma 845-2892 eða Söru í síma 862-4275.

Foreldrar barna í Strandabyggð og nágrannasveitarfélögum eru hvattir til að nýta þetta skemmtilega tækifæri fyrir börnin til að gera sér glaðan dag saman. Þá er að sjálfsögðu tilvalið að pakka inn jólagjöfum barnanna á meðan í ró og næði!

Ađstođ vegna jólainnkaupa

| 21. desember 2011
Félagsþjónustan og Rauði Krossinn auglýsa eftir umsóknum um aðstoð vegna matarinnkaupa um jólin.

Verið velkomin að hafa samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra í síma 451- 3510 eða 842-2511.

Jólin, jólin alls stađar

| 18. desember 2011
Frá Litlu jólum Grunnskólans - ljósm. strandir.is
Frá Litlu jólum Grunnskólans - ljósm. strandir.is
« 1 af 4 »
Í Strandabyggð er fólk í jólaskapi og undirbúningur hátíðarinnar setur mikinn svip á mannlíf og menningu í sveitarfélaginu. Þar lætur yngsta kynslóðin ekki sitt eftir liggja. Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík, sem eru komnir í langþráð jólafrí, hafa haft nóg fyrir stafni undanfarnar vikur við hin ýmsu verkefni tengd jólunum. Litlu jól grunnskólans voru haldin með pompi og prakt á fimmtudaginn, en þar gaf að líta glæsilega dagskrá sem starfsmenn og nemendur tóku jafnan þátt í. Eftir dagskrána gekk fólk síðan í kringum jólatréð og jólasveinar kíktu á svæðið og útdeildu mandarínum úr poka. Um kvöldið var síðan fjörugt diskótek á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Ozon fyrir alla nemendur grunnskólans.


Á leikskólanum Lækjarbrekku hefur einnig verið mikið líf og fjör á aðventunni. Þar hafa nemendur skreytt piparkökur, útbúið jólagjafir og kíkt í piparkökuboð á Café Riis með mömmu og pabba svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðinn föstudag var síðan haldið hið árlega jólaball leikskólans Lækjarbrekku. Þangað komu þeir Stekkjastaur og Giljagaur og glöddu (og grættu) börnin með allskonar ólátum og gjöfum úr Grýluhelli.
 
Nóg verður um að vera um jólin í Strandabyggð, en hér hægra megin á heimasíðunni má sjá atburðadagatal sem uppfært er reglulega.

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón