A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhirða trjágróðurs á lóðum

| 01. ágúst 2012
Mynd af vef.
Mynd af vef.
Í sumar líkt og undanfarin sumur hefur byggingarfulltrúa borist fyrirspurnir um hvaða reglur gildi varðandi umhirðu lóðarhafa á trjágróðri.


Í núverandi byggingarreglugerð kemur eftirfarandi fram í grein 7.2.2.:
 
Ekki má planta hávöxnum trjátegundum nær lóðarmörkum aðliggjandi lóða en 4,0 metra (var 3,0 metrar í eldri reglugerð).
Við staðsetningu trjáa á lóð sem ætlað er að vaxi frjáls skal taka tillit til skuggavarps á viðkomandi lóð og nágrannalóðum.
Sé trjám eða runnum plantað við lóðarmörk samliggjandi lóða skal hæð þeirra ekki vera meiri en 1,8 m, nema lóðarhafar beggja lóða séu sammála um annað. Ef lóðarmörk liggja að götu, göngustíg eða opnu svæði má trjágróður ná meiri hæð, enda komi til samþykki veghaldara eða umráðaaðila viðkomandi svæðis. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.


Í samræmi við ofangreindar reglur vill Strandabyggð hvetja lóðarhafa til að sinna umhirðu trjágróðurs þannig að hann valdi ekki nágrönnum og gangandi og akandi umferð ónæði og skaða.

 

Byggingarfulltrúi Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón