A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Undirbúningsvinna vegna framhaldsdeildar að hefjast

| 24. janúar 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið er nú að hefja vinnu við að kanna fýsileika þess að stofna framhaldsdeild á Hólmavík. Karl Kristjánsson sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mun leiða vinnuna en hann kom einnig að undirbúningi stofnunar framhaldsdeildar á Patreksfirði. Karl þekkir vel til málefna framhaldsskóla á Íslandi og var meðal annars deildarstjóri framhaldsskóladeildar hjá ráðuneytinu um árabil. Fyrsta heimsókn starfsfólks ráðuneytisins til Hólmavíkur verður í byrjun febrúar.

Starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar

| 19. janúar 2012
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar.

Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf þar sem Áhaldahús Strandabyggðar er með ábyrgð á eftirfarandi verkefnum:
- Vatnsveitu
- Fráveitu
- Umsjón og viðhaldi fasteigna
- Hólmavíkurhöfn
- Vinnuskóla Strandabyggðar
- Umsjón með snjómokstri og söltun á Hólmavík
- Akstri skólabíls í forföllum
- Þjónusta stofnanir Strandabyggðar
- Fjölbreytt verkefni sem til falla

...
Meira

Flughálka í Strandabyggð

| 17. janúar 2012
Flughálka er nú á Stöndum. Mynd úr safni Jóns Jónssonar.
Flughálka er nú á Stöndum. Mynd úr safni Jóns Jónssonar.
Flughálka er nú á vegum í dreifbýli í Strandabyggð samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þá er mikil hálka innanbæjar á Hólmavík. Starfsmenn Áhaldahúss vinna nú hörðum höndum að hálkuvörnum í bænum og forgangsraða fjölförnum og erfiðum svæðum. Eru bæði gangandi og akandi vegfarendur á Ströndum hvattir til að fara varlega. Áhugasömum er bent á að mannbroddar fást nú í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík sem geta komið sér vel við þessar aðstæður þar sem flughálir blettir leynast víða.

Útboð á slætti á Hólmavík - tvö tímabil í Vinnuskólanum

| 16. janúar 2012
Sumarið 2012 verður sláttur á Hólmavík boðinn út.
Sumarið 2012 verður sláttur á Hólmavík boðinn út.
Við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins Strandabyggðar árið 2012 var ákveðið að bjóða út slátt á grænum svæðum og blettum á Hólmavík sem tilheyra sveitarfélaginu. Undirbúningur vegna útboðs stendur nú yfir og mun sveitarfélagið áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Jafnframt var ákveðið að einungis verða ráðnir þrír sumarstarfsmenn í Áhaldahús sumarið 2012 auk umsjónarmanns Vinnuskóla Strandabyggðar. Þá hefur verið ákveðið að vegna fjölda ungmenna í sveitarfélaginu muni starf Vinnuskóla Strandabyggðar ná yfir tvö tímabil sumarið 2012 og geta ungmenni sótt um fyrra eða seinna tímabil. Með þessu mun lengjast það tímabil sem Vinnuskólinn mun sjá um að halda bænum vel snyrtum en ruslahreinsun og hreinsun fífla sem vaxa meðfram gangstéttum og götum fram eftir sumri eru meðal verkefna Vinnuskólans. Vinnuskóli Strandabyggðar heyrir beint undir verkstjóra Áhaldahúss Strandabyggðar samkvæmt nýju skipuriti sem er í vinnslu en ekki undir sveitarstjóra eins og verið hefur.

BB: Ódýrast að vera með börn í leikskóla í Súðavík og Strandabyggð

| 14. janúar 2012
Strandastrákur á leikskólanum Lækjarbrekku. Mynd IV.
Strandastrákur á leikskólanum Lækjarbrekku. Mynd IV.
Bolvískir foreldrar greiða hæsta leikskólagjaldið á Vestfjörðum sé miðað við gjaldskrá sex stærstu sveitarfélagana í fjórðungnum. Næst hæsta gjaldið greiða foreldrar í Vesturbyggð. Ódýrast er að vera með börn í leikskóla í Súðavík og í Strandabyggð. Grunngjald fyrir átta klukkustunda vistun í Bolungarvík er 29.719 krónur en 37.122 krónur með fæði. Einstæðir foreldrar, námsfólk (í fullu námi) og starfsmenn við leikskólann í fullu starfi, fá 35% afslátt af grunngjaldi. Systkinaafsláttur er 35% fyrir annað barn en gjaldfrjálst er fyrir þriðja barn.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón