A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilboðsfrestur vegna slökkvibifreiðar rennur út á mánudag

| 14. janúar 2012
Slökkvilið Strandabyggðar auglýsir slökkvibifreið til sölu af gerðinni Mercedes Bens Unimog og er árgerð 1975. Bifreiðin er ekin 25.000 km og er á óslitnum negldum dekkjum. Hún er með 2.400 lítra dælu með háþrýstiþrepi og 1.200 lítra vatnstank. Slökkvibifreiðinni fylgja sogbarkar og stigi úr timbri. Allar nánari upplýsingar um bifreiðina veitir Einar Indriðason slökkviliðsstjóri í síma 893-3531. Fleiri myndir af bifreiðinni má sjá hér.

Tilboð í bifreiðina þurfa að berast skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, eða með tölvupósti í netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. janúar 2012. Sveitarfélagið Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

5% hækkun á gjaldskrá í Íþróttamiðstöð

| 14. janúar 2012
Gjaldskrá í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík hækkaði að jafnaði um 5% frá og með 1. janúar 2012 eða í samræmi við almenna verðlagsþróun. Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu á grunnskólaaldri (16 ára og yngri) og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2012. Árskortanna má vitja í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þá fá atvinnuleitendur í Strandabyggð frítt í sundlaug, þreksal og opna íþróttatíma í íþróttahúsinu. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík má sjá hér.

Menntamálaráðherra lofar fýsileikakönnun vegna framhaldsdeildar

| 13. janúar 2012
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Á Menntaþingi á Ströndum sem fram fór í Félagsheimilinu á Hólmavík í gær lofaði menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir að farið yrði í að gera fýsileikakönnun vegna stofnunar framhaldsdeildar á Hólmavík. Er það mikið fagnaðarefni þar sem um hagsmunamál er að ræða fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Er framhaldsdeild á Hólmavík meðal 7 verkefna í sóknaráætlun Vestfjarða árið 2012. Á þinginu kom fram að sveitarfélagið Strandabyggð er að ljúka við endurbætur á neðstu hæðinni á Þróunarsetrinu þar sem framhaldsdeild getur hafið starfsemi sína.

Sveitarstjórnarfundur 17. janúar 2012

| 13. janúar 2012
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 17. janúar 2012. Fundurinn er nr. 1192 og hefst kl. 16:00 á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Menntamálaráðuneytið gerir samning við Þjóðfræðistofu til þriggja ára

| 11. janúar 2012
Katla Kjartansdóttir tekur á móti menningarverðlaunum Strandabyggðar 2011. Mynd IV.
Katla Kjartansdóttir tekur á móti menningarverðlaunum Strandabyggðar 2011. Mynd IV.
Menntamálaráðuneytið gerir samning við Þjóðfræðistofu til þriggja ára Þjóðfræðistofa fagnar nú um stundir stórum áfanga í sínu starfi sem er samningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára rekstrarframlag vegna Þjóðfræðistofu. Frá 2008 hefur Þjóðfræðistofa fengið árlegan stuðning frá ráðuneytinu en einnig hafa miklu skipt
margvíslegir rannsóknar - og menningarstyrkir. Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hafa nú þegar undirritað þriggja ára samning við Strandagaldur ses um rekstrarstyrk til Þjóðfræðistofu en hann tók gildi 1. janúar 2012....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón