A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf í Strandabyggð 2012

| 03. apríl 2012
Vinnuskóli Strandabyggðar 2011, mynd IV
Vinnuskóli Strandabyggðar 2011, mynd IV
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sumarstarfsfólki á eftirtalda starfsstaði sumarið 2012:
- Áhaldahús Strandabyggðar
- Vinnuskóli Strandabyggðar
- Íþróttamiðstöð Strandabyggðar

Leitað er að dugmiklu fólki með ríka þjónustulund sem hefur áhuga á að vinna að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í Strandabyggð. Umsóknum skal skila á Skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, og er umsóknarfrestur til og með 12. apríl 2012. Einnig er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is  Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má sjá neðst til hægri hér á síðunni.
...
Meira

Nafnasamkeppni á neðstu hæðinni

| 30. mars 2012
Neðsta hæðin. Mynd IV.
Neðsta hæðin. Mynd IV.
Sveitarfélagið Strandabyggð blæs nú til samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu. Skila þarf hugmyndum að nafni á skrifstofu Strandabyggðar fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 13. apríl 2012 eða í netfang Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa:  tómstundafulltrui@strandabyggd.is.

Sveitarstjórn Strandabyggðar mun velja nafn til samþykktar á fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 17. apríl 2012. Strandamenn nær og fjær og landsmenn allir, ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni! Vinningshafi verður heiðraður sérstaklega á formlegri opnunarhátíð neðstu hæðarinnar nú í vor.

...
Meira

Auglýst eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Hólmavík

| 29. mars 2012
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Hólmavík. Um er að ræða svæði með mismunandi þjónustustig eins og fram kemur í útboðsgögnum. Verksamningur verður gerður við verktaka og gildir hann í þrjú ár, fyrir árin 2012 til 2014. Sveitarfélagið Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Útboðsgögn eru fáanleg á skrifstofu Strandabyggðar. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. apríl 2012. Skila þarf tilboðum á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða í netfangið verk@holmavik.is  Nánari upplýsingar gefur Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóri Áhaldahúss Strandabyggðar, 894-4806. 
...
Meira

Gógó-píurnar koma fram á Aldrei fór ég suður

| 29. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagið sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagið sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Í dag var gefinn út endanlegur listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskahelgina. Í fyrsta skipti eiga Strandamenn hljómsveit á rokklistanum, en það eru Gógó-píurnar sem hafa gert það gott undanfarið, m.a. hitað upp fyrir Retro Stefson, unnið SamVest í Súðavík og lentu í þriðja sæti á Söngkeppni Samfés í marsbyrjun. Þau munu koma fram á föstudeginum, fyrst ein og sér og síðan munu þau koma fram ásamt hljómsveitinni Cutaways sem er skipuð ungum strákum úr Súðavík sem einnig kepptu í Söngkeppni Samfés. Það er því rík ástæða fyrir Strandamenn til að renna vestur á Ísafjörð föstudaginn langa og hlýða á fagran söng okkar fólks.


Aldrei fór ég suður er nú haldin í níunda skipti og hefur hátíðin sjaldan verið veglegri. Sjá má lista yfir hljómsveitir sem koma fram með því að smella hér.


Rödd Strandamanna fönguð í Félagsheimilinu

| 29. mars 2012
Lagið sem sungið verður í Félagsheimilinu heitir
Lagið sem sungið verður í Félagsheimilinu heitir "Ísland"
Félagsheimilið á Hólmavík er í stanslausri notkun þessar vikurnar, enda brjálað að gera í menningarlífinu í Strandabyggð. Í kvöld er árshátíð Grunnskólans og undanfarna daga hefur leikverkið Með allt á hreinu, í samvinnu Grunnskólans, Tónskólans og Leikfélags Hólmavíkur verið sýnt við góðar undirtektir.


Föstudaginn 30. mars kl. 18:00 verður mikið um dýrðir í Félagsheimilinu, en þá mætir Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra á svæðið til að taka upp söng Strandamanna í verkefni sem snýst um að fanga "rödd þjóðarinnar" í lokakafla lags sem ber nafnið Ísland. Hólmavík er fyrsti áfangastaðurinn í þessu mikla verkefni ferðalagi, en í því mun Halldór keyra hringinn í kringum landið ásamt hljóð- og myndatökuteymi, stoppa á stöðum og safna saman eins mörgu fólki og mögulegt er til að láta það syngja. Söngkaflinn sem um ræðir er einfaldur og fljótlærður og það tekur fólk stuttan tíma að læra hann og taka upp.

Strandamenn, ungir sem aldnir, eru hvattir til að fjölmenna í félagsheimilið á föstudag til að taka þátt í þessu einstaka og skemmtilega verkefni.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón