A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 06. Mars 2024.


52. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 6. mars 2024, á
skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðfundur.

Á fundinn mættu: Matthías Lýðsson(Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð),
Jenný Jensdóttir (Kaldrananeshreppi) á TEAMS, Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS.
Oddný Þórðardóttir(Árneshreppi) á TEAMS. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún Guðmundsdóttir félagsmálastjóri og Hlíf Hrólfsdóttir starfsmaður félagsþjónustu sem jafnframt ritar fundargerð. Matthías Lýðsson formaður nefndarinnar stýrði fundi.

Dagskrá:

1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.

Afgreiðslur samþykktar og færðar í trúnaðarbók.

2. Drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu
Það er búið að senda drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu. Við þurfum að samræma okkar reglur við reglur hinna sveitarfélaganna sem eru innan velferðarþjónustu Vestfjarða. Starfsmenn féagsþjónustu þurfa að fara yfir reglur sem
heyra undir félagsþjónustu, samræma þær og aðlaga að reglum innan velferðarþjónustunnar.
Það þarf að yfirfara ýmsar fjárhæðir, og þá sérstaklega með tilliti til greiðslu vegna ekina kílómetra þeirra sem sinna liðveislu.

3. Fara yfir samning um velferðarþjónustu Vestfjarða
Það þarf að athuga hvort það er búið að skipa fulltrúa í fulltrúaráð . Hrefna bendir á að Reykhólahreppur hafi þegar skipað í ráðið, en það þarf að athuga hvort það er búið að gera það frá öðrum sveitarfélögum á okkar svæðum. Eins er með
framkvæmdaráðið og áheyrnarfulltrúa velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar. Skerpa þarf betur línurnar um það hvað er á ábyrgð hvers. Einnig þarf að athuga með það hver hefur aðgang að stjórnendamælaborði hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.


4. Tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
Tillaga frá félagsþjónustu að setja inn reglur um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna og lágra tekna. Þetta gæti átt við kaup á gleraugum, heyrnartækjum og fleira af slíku tagi sem sjúkratryggingar styrkja ekki.Upphæðin yrði sambærileg við
styrki hjá Sjúkratryggingum íslands. Samþykkt af nefndarmönnum.

5. Bréf um bakvaktir í Barnavernd frá Velferðarþjónustu Vestfirðinga.
Það þarf að skipa bakvaktir í barnavernd. Það þarf að athuga hvernig skipað er í bakvaktir í heimabyggðum. Þessi skipun þarf að fara fyrir framkvæmdaráð, og síðan áfram til sveitarstjórna til að samþykkja kostnað.

6. Önnur mál.
a) Trúnaðarmál, fært trúnaðarbók.
b) Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók
c) Matthías hvetur nefndarmenn að fara á samráðsgátt og skoða nýtt frumvarp um kjör öryrkja og gera athugasemdir ef þörf er á.
d) Við þurfum að minna okkur sjálf á og aðra í kringum okkur að líta til með hverjum og og huga að þeim sem við höldum að gæti búið við einhverskonar einangrun.

Fundargerð lesin og samþykkt athugasemdalaust. Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið
kl.17.04




Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón