A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Rödd Strandamanna fönguð í Félagsheimilinu

| 29. mars 2012
Lagið sem sungið verður í Félagsheimilinu heitir
Lagið sem sungið verður í Félagsheimilinu heitir "Ísland"
Félagsheimilið á Hólmavík er í stanslausri notkun þessar vikurnar, enda brjálað að gera í menningarlífinu í Strandabyggð. Í kvöld er árshátíð Grunnskólans og undanfarna daga hefur leikverkið Með allt á hreinu, í samvinnu Grunnskólans, Tónskólans og Leikfélags Hólmavíkur verið sýnt við góðar undirtektir.


Föstudaginn 30. mars kl. 18:00 verður mikið um dýrðir í Félagsheimilinu, en þá mætir Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra á svæðið til að taka upp söng Strandamanna í verkefni sem snýst um að fanga "rödd þjóðarinnar" í lokakafla lags sem ber nafnið Ísland. Hólmavík er fyrsti áfangastaðurinn í þessu mikla verkefni ferðalagi, en í því mun Halldór keyra hringinn í kringum landið ásamt hljóð- og myndatökuteymi, stoppa á stöðum og safna saman eins mörgu fólki og mögulegt er til að láta það syngja. Söngkaflinn sem um ræðir er einfaldur og fljótlærður og það tekur fólk stuttan tíma að læra hann og taka upp.

Strandamenn, ungir sem aldnir, eru hvattir til að fjölmenna í félagsheimilið á föstudag til að taka þátt í þessu einstaka og skemmtilega verkefni.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón