Fara í efni

Starfsmannabreytingar á skrifstofu Strandabyggðar

09.04.2024
 Heiðrún Harðardóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Strandabyggðar og hefur störf núna í byrjun maí. Á hennar verksviði verður afgreiðsla erinda, innheimta, móttaka innsendra re...
Deildu

 

Heiðrún Harðardóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Strandabyggðar og hefur störf núna í byrjun maí. Á hennar verksviði verður afgreiðsla erinda, innheimta, móttaka innsendra reikninga og bókhald ásamt verkefnastjórn í ýmsum verkefnum sem snúa að opinberri stjórnsýslu og ferðamálum.

 

Heiðrún er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Heiðrúnu velkomna til starfa.

Til baka í yfirlit