A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Truflanir vegna flutninga

| 17. apríl 2012
Vegna flutninga móttöku sveitarfélagsins Strandabyggðar niður á neðstu hæð Þróunarsetursins má búast við truflunum á síma- og netsambandi í dag og á morgun. Er beðist velvirðingar á þeim töfum á þjónustu sem þetta kann að valda.

117 tillögur bárust í nafnasamkeppni

| 13. apríl 2012
Neðsta hæðin verður fljótlega tekin í notkun. Mynd IV
Neðsta hæðin verður fljótlega tekin í notkun. Mynd IV
Alls bárust 117 tillögur í samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu sem nú verið að taka í notkun. Sveitarstjórn Strandabyggðar bíður það vandasama verk að velja nafn á hæðina á sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður þriðjudaginn 17. apríl 2012. Vinningshafi verður heiðraður sérstaklega á formlegri opnun sem haldin verður fyrir íbúa og verður auglýst nánar síðar. Tillögurnar 117 má sjá hér. Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir þessa glæsilegu þátttöku. Spennandi verður að sjá niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

 

Fundur sveitarstjórnar Strandabyggðar

| 13. apríl 2012
Fundur 1195 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 og má sjá dagskrá fundarins hér: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/367/

Auglýst eftir snjómyndum frá 1995

| 13. apríl 2012
Allt á kafi á Borgabraut - ljósm. Stefán Gíslason
Allt á kafi á Borgabraut - ljósm. Stefán Gíslason
Þeir sem voru með myndavélina á lofti snjóaveturinn mikla 1995 ættu að fara að grufla í albúmum og skoða gömlu vídeóspólurnar. Á Hamingjudögum í sumar verður nefnilega sett upp sýning um snjóaveturinn á Hólmavík 1995. Sýningin mun samanstanda af stórum ljósmyndum og vídeóefni, en nú þegar hefur talsvert borist af slíku efni sem er vægast sagt magnað að berja augum.

Þeir sem luma á efni af einhverju tagi geta haft samband við Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúa í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.


Snjóaveturinn 1995 verður lengi í minnum hafður á Hólmavík sem og annars staðar. Þessi vetur var einn sá allra snjóþyngsti í manna minnum. Veðurfar var með ágætum fyrri part vetrar, en um miðjan janúar gerði stórhríð með gríðarlegri ofankomu. Segja má að á einni nóttu hafi allt farið í kaf. Á Hólmavík voru þök húsa nálægt því að sligast undan snjóþunganum og þurftu menn þá að moka svo klukkustundum skipti. Ekki reyndist mögulegt að ferðast um á venjulegum farartækjum fyrstu dagana eftir bylinn og í blaðaviðtölum vildu sumir jafnvel meina að snjóbílar kæmust ekki einu sinni leiðar sinnar. Veturinn 1995 er greyptur í huga flestra íbúa í Strandabyggð þó ekki sé langt um liðið. Fannfergið var með hreinum ólíkindum og ljósmyndir frá þessum tíma eru lyginni líkastar og í raun er ekki hægt að lýsa þeim í orðum. Yfirskrift sýningarinnar er "Allt á kafi".

Fundur hjá Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd

| 11. apríl 2012
Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn
Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn

Fundur verður haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 16. apríl kl. 17:00. Þeim sem vilja koma erindi fyrir þennan fund nefndarinnar er bent á að senda þau á skrifstofu Strandabyggðar strandabyggd@strandabyggd.is og þurfa þau að hafa borist fyrir hádegi föstudaginn 13. apríl til að komast á dagskrá.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón