A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna

| 15. júní 2012
Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar, en þau verða veitt á Hamingjudögum. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin og verðlaunagripurinn Lóan verða veitt, en áður hafa Grunnskólinn á Hólmavík og Þjóðfræðistofa á Ströndum hlotið þau.


Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári.
 
Tilnefningum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is til miðnættis föstudaginn 22. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Viðtalstími byggingarfulltrúa í dag

| 14. júní 2012
Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi er með opinn viðtalstíma á 2. hæð í Þróunarsetrinu í dag milli kl. 13:00 - 15:00. 

Fundur verður hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd kl. 16:00 í dag.

29 umsækjendur um starf sveitarstjóra Strandabyggðar

| 13. júní 2012
Hólmavík. Mynd Jón Jónsson
Hólmavík. Mynd Jón Jónsson
Alls sóttu 29 um starf sveitarstjóra í Strandabyggð, en umsóknarfrestur rann út í gær. Umsækjendur eru með fjölbreytta reynslu og menntun, en í hópnum eru 6 konur og 23 karlar. Hagvangur sér um að vinna úr umsóknum ásamt Strandabyggð.

Andrea K. Jónsdóttir
Arnar Snæberg Jónsson
Ágúst Bjarni Garðarsson
Árni Guðmundur Guðmundsson
Bergvin Oddson
Birgir Guðmundsson
Birgir Júlíus Sigursteinsson
Björg Sigurðardóttir
Björk Sigurgeirsdóttir
Bryndís Bjarnarson
Dagbjört Hildur Torfadóttir
Elías Pétursson
Heimir Gunnarsson
Hjörtur Narfason
Indriði Jósafatsson
Inga Rut Hjaltadóttir
Ingimundur Einar Grétarsson
Kristján Albert Jóhannesson
Kristján Eiríksson
Magnús Sigurðsson
Ófeigur Friðriksson
Páll Ólafson
Pjetur Stefánsson
Rúnar Fossádal Árnason
Rögnvaldur Johnsen
Sigurjón Haraldsson
Svafar Jósefsson
Sveinn Óskar Sigurðsson
Þór Jónsson

Fundur hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd

| 13. júní 2012
Fundur verður haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd fimmtudaginn 14. júní kl. 16:00. Frekari upplýsingar veitir Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúa í netfang gisli@tvest.is. Einnig er hægt að hafa samband við Gísla í síma 892 3952.

Kvennahlaupið á Hólmavík 16. júní

| 12. júní 2012
Merki Kvennahlaups ÍSÍ
Merki Kvennahlaups ÍSÍ
Kvennahlaupið fer fram í 23. skipti um allt land laugardaginn 16. júní - og líka á Hólmavík. Hlaupið á Hólmavík hefst við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík kl. 11:00. Hægt er að velja um að hlaupa 1, 3, 5 eða 10 km. Forskráning fer fram hjá Ingu Sigurðar í s. 847-4415 eða í netfangið ingasig@holmavik.is. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur eftir hlaupið. Þáttökugjald er kr. 1.250, en innifalið í því er kvennahlaupsbolurinn sem er úr dry-fit efni, með V-laga hálsmáli og verðlaunapeningur....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón