A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hverfisstjórar og hverfisfundir

| 22. júní 2012
Nú hafa loksins verið ráðnir hverfisstjórar fyrir Hamingjudaga. Þeir eru:

Steina Þorsteinsdóttir í gula hverfinu
Árný Huld Haraldsdóttir í rauða hverfinu
Ingibjörg Benediktsdóttir í appelsínugula hverfinu
Árdís Rut Einarsdóttir í bláa hverfinu 

Hlutverk hverfisstjóra er ekki að vinna við að setja upp skreytingar einn síns liðs eða segja öðrum fyrir verkum :) Þeim er hins vegar ætlað að ákveða tíma fyrir hverfisfundi, koma út auglýsingum um þá og hvetja til umræðu og skipulagningar um skreytingar, hverfislög og allt sem fólki dettur í hug að gera. Einnig ganga hverfisstjórarnir í hús og safna tertuloforðum á Hnallþóruhlaðborðið.

Sá háttur verður síðan hafður á hér eftir að hverfisstjórarnir útnefna nýja fyrir næsta ár strax eftir Hamingjudaga. Þannig verður þetta embætti sjálfbært með öllu :)

Hverfisfundir verða haldnir sem hér segir:
Rauða hverfið - félagsheimilið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Appelsínugula hverfið - Grunnskólinn kl. 
20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Bláa hverfið - Kvenfélagshúsið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní 

Skákhátíð á Ströndum um helgina - hefst í Hnyðju

| 21. júní 2012
Allir að mæta á fjöltefli föstudaginn 22. júní!
Allir að mæta á fjöltefli föstudaginn 22. júní!
Skákhátíð á Ströndum 2012 verður haldin nú um helgina. Efnt er til fjölteflis á Hólmavík og skákmóta í Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Von er á stórmeisturunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, auk skákáhugamanna víða að. Þá munu mörg af efnilegustu skákbörnum landsins taka þátt í hátíðinni, sem er öllum opin. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna eru í boði, m.a. munir eftir tvo af kunnustu handverksmönnum Strandasýslu, flugfarseðlar, sérsmíðaðir silfurhringir, silki frá Samarkand, bækur og peningaverðlaun.

Hátíðin hefst á Hólmavík klukkan 16:00 föstudaginn 22. júní. Þá mun Róbert Lagerman, heiðursgestur hátíðarinnar, tefla fjöltefli við alla sem vilja í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarsetursins að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Róbert sem verður fimmtugur nú í sumar er sá skákmeistari sem tekið hefur þátt í flestum skákviðburðum á Ströndum sl. ár. Fjölteflið er öllum opið og þátttaka er ókeypis.
...
Meira

Hamingjan í hávegum höfð

| 21. júní 2012
Arnar Snæberg Jónsson, tómstundafulltrúi í Strandabyggð
Arnar Snæberg Jónsson, tómstundafulltrúi í Strandabyggð
Nú styttist í áttundu Hamingjudagana okkar. Á mælikvarða stærstu bæjarhátíðanna eru Hamingjudagar eflaust í smærri kantinum. Fáar hátíðir eru hins vegar með jafn stórt hjarta. Þar gefst frábært tækifæri til að berja landsþekkta listamenn augum í bland við hæfileikaríka heimamenn á öllum aldri sem alltaf eru tilbúnir til að sýna hæfileika sína, listfengi og kraft, hvort sem er í tónlistarflutningi, hnallþórubakstri, listsýningum eða skreytingum í hverfinu sínu.


Hamingjudagar eru líka kjörið tækifæri til að hitta gamla félaga, brottflutta Hólmvíkinga og Strandamenn sem heimsækja Hólmavík í þeim tilgangi að brosa, gleðjast og jafnvel fíflast aðeins á Furðuleikum í Sævangi. Tækifæri til að skreyta sveitarfélagið okkar, hlúa að því og rækta okkur sjálf í leiðinni. Tækifæri til að eyða gefandi tíma með fjölskyldunni í fjölbreyttri afþreyingu. Ég hvet ykkur til að skoða dagskrána á vef hátíðarinnar, hamingjudagar.is. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Að lokum vil ég gera lokaorð hamingjusamþykktar Strandabyggðar að mínum: 


"Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi. Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum."


Verið öll hjartanlega velkomin á Hamingjudaga! 

 

Kjörskrá og kjörfundur vegna forsetakosninga 30. júní

| 21. júní 2012

Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is/forsetakosningar/kjorskra/ til að kynna sér hvar það er skráð.

Kjörfundur vegna forsetakosninga

Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 30. júní 2012 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 (sbr. 89 gr. laga um kosningar til alþingis nr. 24/2000).

Sérstök athygli kjósenda er vakin á 79. gr. laga nr. 24/2000:
,,Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil".


Oddviti kjörstjórnar Strandabyggðar,
Guðmundur Björgvin Magnússon.

 

Hamingjudagar nálgast óðfluga!

| 19. júní 2012
Allir kátir á Hamingjudögum - ljósm. Jón Jónsson
Allir kátir á Hamingjudögum - ljósm. Jón Jónsson
Hamingjudagar á Hólmavík hefjast í næstu viku og vefsíða Strandabyggðar er komin í hátíðarskap eins og sjá má á nýjum lit sem rekja má til heimasíðu Hamingjudaga, www.hamingjudagar.is. Íbúar eru farnir að huga að skreytingum og dagskrá hátíðarinnar verður birt miðvikudaginn 20. júní. Fjölmörg flott dagskráratriði hafa veirð kynnt til leiks nú þegar, m.a. töfrasýning í Félagsheimilinu, tónleikar með KK, dansleikur með Hvanndalsbræðrum, gokart-braut, Furðuleikar Sauðfjársetursins og margt annað.

Nú á næstu dögum er vert að fylgjast vel með vef Hamingjudaga, smella einu "læki" á fésbókarsíðu hennar og taka fullan þátt í hátíðinni sem mun einkennast af blíðuveðri og sólskini ef allt gengur eftir. Verið velkomin á Hamingjudaga 2012!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón