A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stuðningur við þingsályktunartillögu um heilsársveg í Árneshrepp

| 06. júní 2012
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent frá sér umsögn um tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársveg í Árneshrepp. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur gert slíkt hið sama. Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 29. maí s.l. var meðfylgjandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp (þingskjal 1417) og hvetur þingmenn til að vinna kappsamlega að því að málið nái fram að ganga. Heilsársvegur í Árneshrepp er afar brýnt hagsmunamál fyrir íbúa á Ströndum og grundvallaratriði fyrir jákvæða byggðarþróun.

...
Meira

Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku

| 06. júní 2012
Myndir frá opnun vorsýningar leikskólans Lækjarbrekku, myndir I. Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri
Myndir frá opnun vorsýningar leikskólans Lækjarbrekku, myndir I. Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri
« 1 af 24 »
Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík 25. maí s.l. Á sýningunni má líta fjölda glæsilegra listaverka eftir nemendur skólans sem unnin hafa verið skólaárið 2011- 2012. Gullkorn sem nemendur hafa látið falla í dagsins önn setja einnig sterkan blæ á sýninguna og fá gesti til að sjá lífið og tilveruna í nýju og oft á tíðum stórskemmtilegu ljósi. 

Allir íbúar og gestir á Ströndum eru hvattir til að skoða sýninguna sem stendur uppi fram yfir Hamingjudaga 2012.

Félagsmálastjóri í fríi 4. - 14. júní 2012

| 04. júní 2012

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps verður í sumarfríi frá 4.-14.júní 2012. Ef brýn barnaverndarmál koma upp vinsamlega hafið samband við 112. Ef um annars konar mál eru að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á félagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir

Félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps

Skákhátíð á Ströndum hefst á Hólmavík í ár

| 01. júní 2012
Fjöltefli verður haldið í Bragganum á Hólmavík föstudaginn 22. júní kl. 16:00, en viðburðurinn markar upphaf Skákhátíðar á Ströndum árið 2012 sem jafnan er haldin í Árneshreppi ár hvert. Það er Róbert Lagerman sem mun tefla við Strandamenn og aðra gesti í Bragganum, en hann hefur um árabil verið meðal bestu skákmanna Íslands. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og tefla við meistarann. 

Róbert er þekktur fyrir skemmtilega taflmennsku og sókndirfsku, og hægt að bóka að fjölteflið verður skemmtilegt. Fjölteflið er öllum opið og þátttaka kostar ekkert. Leyfilegt er að búa til 2ja manna lið, sem sameinast um eina skák í glímunni við meistarann.

Á föstudagskvöldinu er svo komið að hinu stórskemmtilega tvískákarmóti í Hótel Djúpavík. Laugardaginn 23. júní verður síðan haldið afmælismót Róberti til heiðurs í samkomuhúsinu í Trékyllisvík, þar sem Róbert verður heiðraður fyrir frábæran stuðning við skáklíf á Ströndum, enda hefur enginn skákmeistari tekið þátt í jafnmörgum skákviðburðum á Ströndum. Sunnudaginn 24. júní verður hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði. Auk þess verður efnt til hins árlega landsleiks í fótbolta milli gestanna og Ungmennafélagsins Leifs heppna, haldin brenna, boðið uppá fjöltefli og fleira skemmtilegt.


Frekari upplýsingar um Skákhátíð á Ströndum á Facebook-síðu hátíðarinnar og www.skak.is.

Íbúð að Austurtúni 8 auglýst til tímabundinnar leigu

| 30. maí 2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar fór yfir tilboð í 4 herbergja íbúð í raðhúsi að Austurtúni 8 á Hólmavík á vinnufundi sveitarstjórnar í gær. Ekki fengust viðunandi tilboð í eignina. Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa íbúðina til tímabundinnar útleigu frá 15. júní - 15. ágúst 2012. Íbúðin er jafnframt ennþá á sölu.


Umsóknir skal senda með pósti merkt: Skrifstofa Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða senda umsókn í tölvupósti merkt strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi 11. júní 2012. Þeim umsækjendum sem þegar eiga umsóknir um leiguhúsnæði er bent á að endurnýja umsóknir sínar samkvæmt reglum, sjá hér að neðan.

Sveitarstjórn úthlutar íbúðunum samkvæmt eftirfarandi reglum sem samþykktar voru í sveitarstjórn 21. júní 2011:


Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði
í eigu sveitarfélagsinsStrandabyggðar



Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón