A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Yfirlýsing vegna ástandsins í Úkraínu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. mars 2022


Á sveitarstjórnarfundi í gær 8. mars var lögð fram hvatning frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar um að taka undir og undirrita yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.  

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti að skrifa undir yfirlýsinguna og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Sveitarstjórn vill einnig hvetja eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu sem ekki er í notkun sem slíkt á ársgrundvelli, að íhuga hvort það gæti nýst fyrir flóttafólk.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarsetur hafa opnað vefsíðu þar sem hægt er að skrá leiguhúsnæði vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Ef þú átt hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæði fyrir flóttafólk sem kemur til Íslands á flótta undan núverandi ástandi í Úkraínu, getur þú skráð það á síðunni.

Í fyrsta skrefi er einungis leitað að húsnæði en þeim sem hafa eitthvað annað fram að færa sem nýst getur fólki í Úkraínu er bent á hjálparstofnanir.

Hér getur þú skráð leiguhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Spurningar og svör - sveitarstjórn Strandabyggðar

| 04. mars 2022

Fyrir nokkru var opnuð vefgátt þar sem íbúum Strandabyggðar gafst tækifæri til að spyrja sveitarstjórn um margvísleg mál sem á þeim brenna. Í kynningu kom fram að svörin og spurningarnar yrðu svo aðgengilegar áhugasömum hér á vef Strandabyggðar. Þessi aðferð gafst ágætlega og nokkrar spurningar og tillögur bárust. Því hefur verið ákveðið að opna spurningagáttina að nýju og eru íbúar hvattir til að senda inn fyrirspurnir eða hugmyndir og tillögur varðandi rekstur sveitarfélagsins. Hér er tengill á spurningaformið.


 


Um leið birtast hér svör við öllum þeim spurningum sem íbúar sendu inn í fyrstu lotu. Tillögur sem bárust eru allar teknar til skoðunar og þeim sem snúa að skipulagsmálum vísar sveitarstjórn til vinnu við gerð aðalskipulags. 

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1329 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. mars 2022

 

Fundur nr. 1329 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8.mars 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Strandamanna
  2. Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga vegna stríðsástands í Úkraínu
  3. Skipan fulltrúa í svæðisráð vegna gerðar Strandsvæðaskipulags Vestfjarða
  4. Styrkbeiðni frá Jólalest Vestfjarða
  5. Erindi frá Sambandi sveitarfélaga vegna samtaka um hringrásarhagkerfið
  6. Áskorun frá sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu
  7. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 137, 17. febrúar 2022
  8. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 907, 25. febrúar 2022
  9. Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 442, 18. febrúar 2022 ásamt ársreikningi

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

 

Strandabyggð 4.mars

Jón Gísli Jónsson oddviti

Íbúafundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. mars 2022

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar boðar til íbúafundar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Til kynningar er forsendur og skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2031. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða helstu viðfangsefni og áherslur sveitarfélagsins í endurskoðuðu aðalskipulagi. Fundinum verður einnig streymt og hægt að taka fullan þátt í honum á Teams.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu þann 10. mars nk. og hefst kl. 17:00.

Hér er hlekkur á streymi fyrir fundinn.


English

Residents’ meeting for the review of Strandabyggð municipal plan.

Strandabyggð council calls for residents meeting regarding the review of the local municipal plan. The council will present the 2021-2031 municipal plans structure. The meeting is open to all those who wish to familiarize themselves and discuss the municipalities main subjects and emphases on the revised municipal plan. It is also possible to participate in the meeting online through Teams.

The meeting will be held in the Community hall (Félagsheimili) on March 10th at 5PM.

Here is a link for the meeting on Teams.

Vatnslaust í túnahverfi UPPFÆRÐ FRÉTT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. febrúar 2022
Vegna bilunar í vatnsæð í Miðtúni verður að öllum líkindum vatnslaust í hverfinu fram eftir degi.  Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonumst til að viðgerðir takist fljótt. 
Vatnið kom á aftur rétt fyrir kl.15
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón