A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur um dreifbýlismál

| 15. apríl 2011
Þriðjudaginn 19. apríl 2011 verður haldinn opinn íbúafundur um þjónustu, þróun og eflingu byggðar í dreifbýli Strandabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Sauðfjársetrinu á Sævangi og hefst kl. 20:00.  Fundurinn verður með svipuðu sniði og íbúafundur um fjármál sveitarfélagsins sem haldinn var á Hólmavík í nóvember 2010 þar sem umræður og hugmyndavinna fóru fram í hópum. Allir íbúar í Strandabyggð sem hafa áhuga á eflingu byggðar í dreifbýli á Ströndum eru hvattir til að mæta á fundinn.

Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar og sveitarstjórn Strandabyggðar standa fyrir fundinum.

Vorboðinn ljúfi: Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

| 13. apríl 2011

Á vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík kemur fram að einn af hinum ljúfu vorboðum í Strandabyggð, vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í Hólmavíkurkirkju miðvikudags- og fimmtudagskvöldið 13. og 14. apríl kl. 19.30. Þar munu tæplega 70 nemendur Tónskólans stíga á svið og flytja vel valin tónlistaratriði fyrir tónleikargesti undir stjórn tónlistarkennaranna Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur, Bjarna Ómars Haraldssonar, Barböru Óskar Guðbjartsdóttur, Viðars Guðmundssonar og Stefáns Jónssonar. Nemendur Tónskólans hafa tekist á við bæði fjölbreytt og skemmtileg verkefni í vetur. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana en Tónskólinn minnir á söfnunarkassann. Hefð er fyrir því að tekið er á móti frjálsum framlögðum til hlóðfærakaupa fyrir skólann. Efnisdagskrá tónleikanna má sjá hér http://strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/206/

Minnum á sumarstörfin!

| 12. apríl 2011
Mynd Jón Jónsson
Mynd Jón Jónsson
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sumarstarfsfólki á eftirtalda starfsstaði sumarið 2011:
- Áhaldahús Strandabyggðar
- Íþróttamiðstöð Strandabyggðar
- Vinnuskóli Strandabyggðar

Leitað er að dugmiklu fólki með ríka þjónustulund sem hefur áhuga á að vinna að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í Strandabyggð. Umsóknum skal skila á Skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, og er umsóknarfrestur til og með 18. apríl 2011. Einnig er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is  Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má sjá neðst til hægri hér á síðunni.


ÁHALDAHÚS STRANDABYGGÐAR 
Áhaldahús Strandabyggðar auglýsir eftir starfsfólki sumarið 2011. Um fjölbreytt og skemmtileg verkefni er að ræða sem fara að mestu fram utandyra:
- Hreinsunarstarf og tiltekt
- Málningarvinna
- Vinna við slátt
- Aðstoð við Vinnuskóla Strandabyggðar
- Aðstoð við Hamingjudaga
- Önnur verkefni

Gerð er krafa um dugnað, sjálfstæð vinnubrögð, góð samskipti og ríka þjónustulund.
 

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ STRANDABYGGÐAR
Íþróttamiðstöð Strandabyggðar auglýsir eftir sumarstarfsfólki til að sinna eftirtöldum verkefnum:
- Afgreiðslu
- Baðvörslu
- Sundlaugarvörslu
- Þrifum
- Önnur verkefni

Í nýrri reglugerð nr. 818/2010 um hollustuhætti á sundstöðum kemur fram að starfsmenn sem sinna laugargæslu, sundkennarar og sundþjálfarar skulu hafa náð 18 ára aldri og árlega standast hæfnispróf skv. III viðauka reglugerðarinnar.
 

Gefa skal út prófskírteini ef viðkomandi stenst hæfnispróf.  Einnig er gerð krafa um gott viðmót, ríka þjónustulund og kunnáttu í erlendum tungumálum.

Umsækjendur á öllum aldri, líka yngri en 18 ára, geta sinnt öðrum störfum í Íþróttamiðstöðinni en sundlaugarvörslu og eru því allir hvattir til að sækja um.

VINNUSKÓLI STRANDABYGGÐAR
Vinnuskóli Strandabyggðar auglýsir eftir verkstjóra sumarið 2011. Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:
- Yfirumsjón með verkefnum vinnuskólans 2011
- Verkstjórn yfir aðstoðarfólki
- Verkstjórn yfir ungmennum í 7. - 10. bekk
- Yfirumsjón og skipulagning verkefna
- Ábyrgð á verkfærum og innkaupum á vegum Vinnuskólans
- Samskipti og samstarf við starfsmenn Áhaldahúss, tómstundafulltrúa Strandabyggðar og íbúa á svæðinu.
- Annað sem til fellur 

Gerð er krafa um góð samskipti og góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og þjónustulund. 

Sveitarstjórnarfundur 12. apríl 2011

| 11. apríl 2011
Sveitarstjórnarfundur 1180 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 þriðjudaginn 12. apríl 2011. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Kjörsókn með ágætum í Strandabyggð

| 09. apríl 2011
Á kjörstað í Strandabyggð í dag.  Myndir IV
Á kjörstað í Strandabyggð í dag. Myndir IV
« 1 af 4 »
Kjörsókn hefur verið með ágætum í Strandabyggð í dag að sögn Guðmundar Björgvins Magnússonar formanns kjörstjórnar, en kl. 14:00 þegar þessar myndir voru teknar höfðu 44,4% kjörbærra manna kosið. Kjörstað var lokað núna kl. 17:00.  Kjörstaður var í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar og vígður var nýr kjörkassi, smíðaður af oddvita sveitarfélagsins, Jóni Gísla Jónssyni. Lokatölur um kjörsókn liggja ekki fyrir.

Bætt við 11. apríl 2011: Kjörsókn í Strandabyggð var 64,4%.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón