A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Þingmenn og sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum funda á Hólmavík

| 26. október 2011
Fjórðungssamband Vestfirðinga stendur fyrir fundi þingmanna Norðurvesturkjördæmis og sveitarstjórnarfólks á Vestfjörðum á Hólmavík á morgun, fimmtudaginn 27. október. Á dagskrá verður m.a. umfjöllun um stöðu atvinnulífs og byggðar, nýjar og sértækar aðferðir sem gagnast landssvæði í stöðugum samdrætti, samgöngu- og heilbrigðismál, sóknaráætlun landshluta, frumvarp til fjárlaga 2012 og nýtingaráætlun strandsvæða.
...
Meira

Húsnæði óskast

| 25. október 2011
Óskað er eftir húsnæði til leigu á Hólmavík með að lágmarki 2 svefnherbergjum. Húsnæðið þarf að vera laust ekki seinna en 1. febrúar 2012. Upplýsingar gefa Hildur Emilsdóttir í síma 692-7260 eða Sigurbjörn Jónsson í síma 691-1535.

Söngkeppni Café Riis á föstudag

| 24. október 2011
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir þenur raddböndin - ljósm. af strandir.is
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir þenur raddböndin - ljósm. af strandir.is

Það verður mikið um dýrðir á Hólmavík næstkomandi föstudag, þann 28. október kl. 21:00. Þá fer fram sjöunda karaoke-keppni Café Riis í í Bragganum á Hólmavík. Að vanda mun fjöldi keppenda stíga á svið. Æfingar hefjast í Bragganum í kvöld, en heyrst hefur að vinningar í ár séu sérstaklega veglegir.

Eftir keppnina verður síðan ball á Café Riis með lífsreyndustu hljómsveit á Íslandi; GRM, Gylfa, Rúnari og Megasi. Í gegnum árin hafa tugir keppenda stigið á svið í karaoke-keppninni, en sigurvegarar fyrri ára eru Stefán Steinar Jónsson, Sigurður Vilhjálmsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Árdís Rut Einarsdóttir, Eyrún Eðvaldsdóttir og í fyrra vann Barbara Ósk Guðbjartsdóttir.

 

Siggi Atla hlaut hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

| 21. október 2011
Snillingurinn Sigurður Atlason - ljósm. af strandir.is
Snillingurinn Sigurður Atlason - ljósm. af strandir.is

Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs og formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, fékk um síðustu helgi hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Verðlaunin voru veitt á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem var haldin að Núpi í Dýrafirði. Sigurður hefur um árabil unnið mjög ötult starf í þágu ferðaþjónustu, umhverfismála, menningar og alhliða markaðssetningar á Ströndum og Vestfjörðum.

Meðal þess sem Sigurður hefur unnið að af miklum krafti er Upplýsingamiðstöð ferðamála sem rekin er af Strandabyggð í gegnum samning við Strandagaldur. Sérstök dómnefnd fór yfir tilnefningar sem bárust og var það samdóma álit hennar að Sigurður væri fremstur meðal jafningja. Við óskum Sigurði innilega til hamingju með verðlaunin, enda er hann afskaplega vel að þeim kominn!

 

Nýtt lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 20. október 2011
« 1 af 2 »
Nýlega var haldin samkeppni um kennimerki „lógó" félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og voru þó nokkuð margar tillögur sendar inn. Valið var erfitt þar sem allar tillögurnar voru vandaðar, hugmyndaríkar og skemmtilegar. Hins vegar þarf alltaf að velja eina og bar Friðlaugur Jónsson sigur úr býtum. Tillaga hans var með skírskotun í galdratákn og byggðasögu svæðisins með nútímalegri nálgun. Upphafsstafir Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla (FSR) er í kennimerkinu auk þess sem 4 hlutar mynda þau fjögur sveitarfélög sem standa að félagsþjónustunni en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Græni hlutinn táknar notendur félagsþjónustunnar....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón