A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur um dreifbýlismál

| 30. apríl 2011
Frá íbúafundi um dreifbýlismál. Mynd IV.
Frá íbúafundi um dreifbýlismál. Mynd IV.

Á opnum íbúafundi sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi 19. apríl s.l. um dreifbýlismál komu fram hugmyndir íbúa um hvernig unnt er að stuðla að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í dreifbýli í Strandabyggð. Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar stóðu fyrir fundinum en fundarstjórar voru Jón Stefánsson formaður nefndarinnar og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri. Fundurinn var með sama sniði og íbúafundur um fjármál Strandabyggðar sem haldinn var á Hólmavík í nóvember s.l. þar sem hugmyndavinna var unnin í hópum eftir stutt innlegg fundarstjóra.

Ein af spurningunum sem fundarmenn fjölluðu um var fyrir hverju sveitarfélagið Strandabyggð getur beitt sér út á við, t.d. við ríkisvaldið, sem stuðlar að eflingu byggðar í dreifbýli. Samgöngu-, orku- og fjarskiptamál voru ofarlega í huga fólks í dreifbýli Strandabyggðar sem og mikilvægi þess að sveitarstjórn standi vörð um hagsmuni íbúa út á við. Hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem íbúar lögðu mesta áherslu á varðandi þessa spurningu en frekari umfjöllun um íbúafundinn mun birtast hér á vef Strandabyggðar næstu daga.

Hverju getur sveitarfélagið Strandabyggð beitt sér fyrir út á við, t.d. við ríkisvaldið:

  • Sveitarstjórn gæti hagsmuna íbúa út á við:
    - Verja hagsmuni íbúa þegar sett eru lög og reglugerðir
    - Standa vörð um framlög úr Jöfnunarsjóði - t.d. varðandi skólaakstur
    - Standa vörð um póstþjónustu
    - Segja frá möguleikum byggðarlagsins 
    - Vera vakandi yfir að fá fyrirtæki til að flytja hingað
    - Refa- og minkaveiðar - meira fjármagn, m.a. vegna nálægðar við friðland
  • Samgöngmál
    - Viðhald vega
        o Snjómokstur
        o Ná vegum upp úr drullu
        o Vegrið í Kollafjörð 
        o Slitlag þar sem vantar + Bitran
    - Almenningssamgöngur:
        o Hólmavík - Akureyri
        o Hólmavík - Ísafjörður
  • Orkumál
    - Þriggja fasa rafmagn
    - Jöfnun raforkukostnaðar
    - Hitaveita
  • Fjarskiptamál
    - Bæta gsm-þjónustu
    - Bæta nettengingar
    - Bæta útvarpssendingar
    - Bæta sjónvarpssendingar, t.d. Stöð 2
  • Varnargirðingar
    - Viðhald og eftirlit 
    - Þrif og endurnýjun

Sumarið, börnin og umferðin á Hólmavík

| 30. apríl 2011

Sumarið er að ganga í garð á Ströndum og heimamenn taka því fagnandi. A.m.k. gera yngstu íbúarnir það sem hlaupa út með reiðhjólin sín, fótboltana, línuskautana og leikgleðina. Sveitarfélagið Strandabyggð beinir því til allra ökumanna að huga vel að litlu Strandamönnunum í umferðinni og hægja sérstaklega á akstri innan Hólmavíkur og í kringum bæi í dreifbýlinu.

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!

Sveitarstjórnarfundur þriðjudaginn 3. maí 2011

| 29. apríl 2011
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 3. maí n.k. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 og hefst hann kl. 18:00.

Dagskrá fundarins má sjá hér.

Hamingjulagið 2011 - frestur að renna út!

| 28. apríl 2011

Nú nálgast óðum skilafrestur á lagi í keppni um Hamingjulagið 2011, en hann er til miðnættis föstudaginn 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí ef nóg berst af lögum. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði.

 

Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.

Frekari fréttir af Hamingjudögum 2011 má sjá á vef Hamingjudaga.

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma

| 27. apríl 2011
Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, verður með opinn viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar á morgun, fimmtudaginn 28. apríl 2011. Viðtalstíminn er milli kl. 13:00 - 17:00.

Ath. Fundur verður haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd sama dag og hefst hann kl. 18:00.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón