A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frásagnasafnið - samstarfsverkefni Þjóðfræðistofu, Grunnskólans á Hólmavík og Skaftfells

| 13. september 2011
Frásagnasafnið opnar á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu 17. september kl. 17:00.
Frásagnasafnið opnar á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu 17. september kl. 17:00.
Þjóðfræðistofa er nú að fara af stað með nýtt verkefni sem ber heitið ,,Frásagnasafnið" og er hugmyndin að safna saman frásögnum allra íbúa sveitarfélagsins Strandabyggðar.   Söfnunin verður unnin jafnt og þétt næsta eina og hálfa árið.  Þjóðfræðistofa mun að mestu sjá um söfnunina en einnig munu nemar í Grunnskólanum á Hólmavík taka þátt.    Frásagnirnar verða teknar upp á myndband og er það í höndum hvers og eins íbúa að velja hvað hann leggur inn í söfnunina.   Um er að ræða fjölbreyttar svipmyndir sem saman lagðar gefa okkur eins konar sneiðmynd af samfélaginu okkar....
Meira

Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð

| 08. september 2011
Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð 30. september n.k. Mynd af glaðri köku á Hamingjudögum 2011.
Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð 30. september n.k. Mynd af glaðri köku á Hamingjudögum 2011.
Föstudaginn 30. september n.k. verður haldinn starfsdagur fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Strandabyggðar. Starfsdagurinn fer fram milli kl. 13:00 - 16:00 og verða stofnanir sveitarfélagsins lokaðar á þeim tíma. Hjá Strandabyggð vinnur stór hópur af öflugu fólki sem veitir íbúum fjölbreytta grunnþjónustu. Á starfsdeginum er mikilvægt að staldra við og stilla saman strengi áður en haldið er inn í framtíðina. Um kvöldið verður starfsmannagleði Strandabyggðar á Café Riis þar sem starfsfólk ásamt mökum mun koma saman, borða góðan mat, gleðjast og fagna fallegu hausti. 

7 tillögur í Sóknaráætlun Vestfjarða

| 08. september 2011
Frétt frá Fjórðungsþingi 2011. Mynd og frétt af fréttavefnum www.strandir.is.
Frétt frá Fjórðungsþingi 2011. Mynd og frétt af fréttavefnum www.strandir.is.
Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í Bolungarvík um síðustu helgi var fjallað um hvaða verkefni skyldi nefna sem mikilvæg framfaraskref sem taka þyrfti strax á næsta ári með stuðning ríkisvaldsins, í tengslum við Sóknaráætlun Vestfjarða. Sú áætlun er hluti af verkefni ríkisstjórnarinnar sem kallast Ísland 20/20. Fjármálaráðuneyti hafði sent tilmæli um að hver landshlutasamtök nefndu 5-7 verkefni sem leiddu til sóknar og framfara. Á þinginu var kosið á milli verkefna og þeim raðað í forgangsröð, en áður hafði farið fram forval í samvinnu við sveitarfélög og hagsmunaaðila á Vestfjörðum....
Meira

Einbýlishús í eigu Strandabyggðar auglýst til leigu

| 07. september 2011
Skólabraut 18 er á sölu. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar í síma 550 3000.
Skólabraut 18 er á sölu. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar í síma 550 3000.
Einbýlishús í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar að Skólabraut 18 er auglýst laust til tímabundinnar útleigu. Húsið er á sölu og er uppsagnarfrestur á leigusamningi 3 mánuðir.

Í húsinu sem er á einstökum stað eru 4-5 svefnherbergi, tvöföld stofa, eldhús, þvottahús, geymslur, baðherbergi og gestaklósett auk bílskúrs. Húsið er laust til útleigu nú þegar. Eignin leigist í núverandi ásigkomulagi. Leiguverð er kr. 96.406. Umsóknir skal senda með pósti merkt: Skrifstofa Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða senda umsókn í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. september 2011. Þeim umsækjendum sem þegar eiga umsóknir um leiguhúsnæði er bent á að endurnýja umsóknir sínar samkvæmt nýjum reglum, sjá hér að neðan.
...
Meira

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma

| 07. september 2011
Byggingarfulltrúi Strandabyggðar, Gísli Gunnlaugsson, verður með viðtalstíma á Hólmavík fimmtudaginn 15. september 2011 milli kl. 13:00 - 15:00 í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3.

Fundur verður í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd sama dag kl. 18:00.
 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón