A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opin vinnustofa í Félagsheimilinu á Hólmavík

| 09. nóvember 2011
Glæsilegt postulín sem unnið var í félagsstarfi aldraðra. Mynd: Inga Sigurðardóttir.
Glæsilegt postulín sem unnið var í félagsstarfi aldraðra. Mynd: Inga Sigurðardóttir.
« 1 af 2 »
Fimmtudaginn 10. nóvember 2011 verður opnuð vinnustofa í aðstöðu félagsstarfs aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Í vinnustofunni gefst öllum íbúum á Ströndum og öðrum áhugasömum kostur á að hittast og vinna saman ýmiskonar handverk fyrir jólin. Á staðnum verður hægt að kaupa muni til að vinna með. Einnig er hægt að koma með muni að heiman og fá þá aðstöðu, föndurefni og góðan félagsskap á staðnum.

Vinnustofan verður opin frá kl.17:00 - 22:00 á fimmtudögum. Hægt er að koma hvenær sem er á þeim tíma og kostar klukkustundin kr.350.- Það er Inga Sigurðardóttir sem á veg og vanda af vinnustofunni en Inga hefur mikla reynslu af handverki og sér meðal annars um félagsstarf aldraðra. Allir velkomnir!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón