Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál
Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 10. nóvember n.k. Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja framsögu um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, stöðu þeirra í dag og fyrirhugaðar breytingar. 
  
Á fundinum verða einnig stuttar framsögur þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í atvinnugreinunum hér.
Dagskráin verður sem hér segir: 
  
-          Sjávarútvegs-og landbúnaðarmál - herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 
-          Jón Jónsson - varaoddviti í Strandabyggð 
-          Landbúnaðarmál - Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík 
-          Sjávarútvegsmál - Óskar Torfason framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Drangs ehf., Drangsnesi
-          Sjávarútvegsmál - Már Ólafsson í stjórn Landssambands smábátaeigenda og í stjórn Strandir, félags smábátaeigenda í Strandasýslu
-          Pallborðsumræður 
Fundarstjóri er Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri í Strandabyggð. 
Íbúar í öllum sveitarfélögum á Ströndum og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn sem hefst kl. 17:00.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
