A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Réttað í Strandabyggð

| 06. september 2011
Fjárrekstur á Ströndum - ljósm. Sauðfjársetur á Ströndum
Fjárrekstur á Ströndum - ljósm. Sauðfjársetur á Ströndum
Nú nálgast haustið og þar með styttist í leitir og réttir. Fyrstu réttardagarnir í Strandabyggð eru um næstu helgi, en þá verður réttað í Skeljavíkurrétt við Hólmavík á laugardegi og sunnudegi, kl. 16:00 báða dagana. Næstu réttir eru viku síðar, sunnudaginn 18. september, í Staðarrétt og Kirkjubólsrétt kl. 14:00 á báðum stöðum.

Fólk er eindregið hvatt til að gera sér dagamun og kíkja í réttirnar í haust. Leitir og réttir eru nefnilega afskaplega hressandi og skemmtileg iðja, hvort sem menn eru í því hlutverki að rölta um fjöll, draga í dilka eða bara horfa á iðandi mannlífið sem blómstrar í kringum sauðfjárbúskapinn þegar hausta tekur.  
 

Náms- og starfsráðgjafi til viðtals í dag

| 06. september 2011
Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi.
Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi.
Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi verður til viðtals á Hólmavík þriðjudaginn 6. september frá kl. 10:00 Tímapantanir hjá honum eru í síma 899 0883. Viðtölin fara fram á skrifstofu Fræðslumiðstöðvarinnar á Höfðagötu 3, annarri hæð.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir fjölda námskeiða og námsleiða á Ströndum veturinn 2011 - 2012. Kynningarriti verður dreift á heimili von bráðar. Nánari upplýsingar veitir Kristín S. Einarsdóttir verkefnastjóri.

Samkeppni um lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 06. september 2011
Merki sveitarfélaganna fjögurra sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Merki sveitarfélaganna fjögurra sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Óskað er eftir tillögum að lógó félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Lógóið þarf að vera tilbúið til notkunar á tölvutæku formi.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er sameiginleg félagsþjónusta sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Félagsþjónustann sinnir þjónustu á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, málefni fatlaðs fólks, félagslegrar heimaþjónustu og málefni aldraðra....
Meira

Starfshópur skoðar sameiningu stofnanna

| 05. september 2011
Þróunarsetrið á Ísafirði. Mynd af vef bb.is.
Þróunarsetrið á Ísafirði. Mynd af vef bb.is.
Skipaður verður starfshópur sem fjalla á um hugsanlega sameiningu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Vaxtarsamnings Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Tillaga þessa efnis var samþykkt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var í Bolungarvík um helgina. Á þinginu var m.a. rætt um tillögur að framtíðarskipulagi stoðkerfis atvinnu- og byggðaþróunar. Markmiðið með mögulegri sameiningu er að skapa stærri og öflugari einingu. Starfshópnum er ætlað að skila af sér útfærslu á tillögunni sem lögð verði fyrir aukaþing sem haldið verður í lok október.

Frétt af bb.is

Syndum inn í haustið - aukaopnun

| 05. september 2011
Frábær íþróttaaðstaða á Hólmavík
Frábær íþróttaaðstaða á Hólmavík

Vetraropnun í Íþróttamiðstöðinn á Hólmavík tók gildi 1. september s.l. eins og sjá mér hér.

Sú breyting verður á opnunartíma sundlaugarinnar þessa fyrstu góðviðrisdaga í haust meðan sundkennsla fer fram fyrir nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík, að opið verður fyrir almenning í hádeginu mánudaga - fimmtudaga milli kl. 12:00 - 13:00 og eftir kl. 14:00. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur íbúa og gesti á Ströndum til að nýta sér frábæra aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón