Óskað eftir íbúðarhúsnæði - fjölgun í Strandabyggð
5 manna fjölskylda óskar eftir íbúð til leigu á Hólmavík. Vinsamlegast hafið samband við Elísabetu í síma 771 9796 eða sendið tölvupóst á netfangið novemberplus@visir.is.
Í frétt sem birtist á vefnum www.bb.is kemur fram að Strandabyggð er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum þar sem íbúum fer fjölgandi en fækkun íbúa á Vestfjörðum er mikið áhyggjuefni:
Meira
Sundmót á Reykhólum fellur niður
Sundmótinu sem vera átti í Grettislaug á Reykhólum nú síðar í dag hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir mótið, en líklegt er að reynt verði að halda annað mót um næsta vor.
Þetta kom fram á vef HSS, www.123.is/hss.
Leiðrétting: Stellið er frá Lionsklúbbi Hólmavíkur
Gjaldskrá má sjá hér.
Fundir sveitarstjórnar og Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 25. október 2011. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og hefst kl. 16:00.
Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd mun halda fund fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 18:00. Vinsamlegast sendið erindi á Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa í netfangið gisli@tvest.is eða skilið þeim inn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 fyri kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 19. október. Hægt er að ná í byggingarfulltrúa í síma 892 3952.