Minnum á endurskinsmerkin
 |  31. október 2011
	Núna þegar vetur er genginn í garð er mikilvægt að muna eftir endurskinsmerkjunum. Íbúar eru hvattir til að fara yfir fataskápinn og merkja útifatnað barna og fullorðinna sem og skóla- og íþróttatöskur. 
Þá eru ökumenn hvattir til að huga vel að gangandi og hjólandi vegfarendum í dreifbýli á Ströndum og þéttbýlinu á Hólmavík. 
Sjáumst!
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
