A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Minnum á endurskinsmerkin

| 31. október 2011

Núna þegar vetur er genginn í garð er mikilvægt að muna eftir endurskinsmerkjunum. Íbúar eru hvattir til að fara yfir fataskápinn og merkja útifatnað barna og fullorðinna sem og skóla- og íþróttatöskur.

Þá eru ökumenn hvattir til að huga vel að gangandi og hjólandi vegfarendum í dreifbýli á Ströndum og þéttbýlinu á Hólmavík.

Sjáumst!

Ánægja með þingmannafund á Hólmavík

| 28. október 2011
Frétt af www.bb.is:

Heilbrigðis- og samgöngumál voru efst á baugi á árlegum fundi sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum og þingmanna kjördæmisins sem haldinn var á Hólmavík í gær. Albertína F. Elíasdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að mikil ánægja sé með fundinn af hálfu sveitarstjórnarmanna. Hún segir að fjárlög næsta árs hafi verið ofarlega á baugi, en mikill niðurskurður er framundan í heilbrigðismálum og sér Heilbrigðisstofnun Vestfjarða m.a. fram á að þurfi skera niður u m 30,3 milljónir króna. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af heilbrigðismálunum og ræddum þau ítarlega við Guðbjart Hannesson, heilbrigðisráðherra, þingmann Norðvesturkjördæmis. Það er ákveðin stefnumótunarvinna í gangi í ráðuneytinu og vonandi skilar það einhverju," segir Albertína....
Meira

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík í kvöld

| 27. október 2011
Hressir krakkar í 3. bekk
Hressir krakkar í 3. bekk

Áttu barn í Grunnskólanum á Hólmavík? Þá máttu ekki missa af þessu!

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október kl. 18:00 verður aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Auk þess að kjósa nýja stjórn verður fjallað um hvernig efla megi samstarf foreldra, barna og skóla.


 

...
Meira

Breyting á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð

| 27. október 2011
Mynd IV.
Mynd IV.

Nýtt nefndarfyrirkomulag var samþykkt í sveitarstjórn Strandabyggðar 25. október 2011. Með breytingunni er lögð áhersla á að efla skilvirkni, upplýsingaflæði og dreifa ábyrgð, auk þess sem breytingin hefur hagræðingu í för með sér. Í stað 7 nefnda verða 5 svið og 5 undirnefndir: Athafnasvið - Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, Menntasvið - Fræðslunefnd, Tómstundasvið - Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, Umhverfis- og skipulagssvið - Umhverfis- og skipulagsnefnd, Velferðarsvið og Velferðarnefnd. Hver sveitarstjórnarfulltrúi mun leiða sitt svið.

...
Meira

Rjúpnaveiði ekki leyfð í landi í eigu Strandabyggðar

| 26. október 2011
Á sveitarstjórnarfundi 1189 í sveitarstjórn Strandabyggðar sem haldinn var 25. október 2011 var samþykkt að rjúpnaveiði er ekki leyfð í landi í eigu sveitarfélagsins.

Skiptar skoðanir voru í sveitarstjórn varðandi rjúpnaveiðina. 3 sveitarstjórnarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu um að leyfa ekki rjúpnaveiði í landi sveitarfélagsins, 2 fulltrúar voru á móti tillögunni.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón