A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf forstöðumanns/bókavarðar Héraðs- og skólabókasafns

| 18. nóvember 2011
Bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu og Grunnskólinn á Hólmavík auglýsa laust til umsóknar 50% starf forstöðumanns/bókavarðar Héraðs- og skólabókasafnsins á Hólmavík. Bókasafnið er til húsa í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík.

 

Helstu verkefni

- Umsjón með útlánum og innkaupum á bókum

- Skráning á bókum og öðrum gögnum í Gegni

- Upplýsingatækni og safnfræðsla fyrir nemendur í 1. - 10. bekk

- Samskipti við aðra skóla á Ströndum og önnur bókasöfn

- Viðburðir á vegum safnsins og samvinnuverkefni með skólastofnunum

- Rekstur bókasafnsins

- Önnur verkefni sem næsti yfirmaður felur honum í tengslum við starfsemi skóla eða safnsins

- Þátttaka í símenntunaráætlun skóla

 

Endurskipulagning á starfinu og rekstrarumhverfi safnsins fer fram á næstu 9 mánuðum og hefur starfsmaður möguleika á að taka þátt í spennandi þróunarvinnu.  

 

Menntunarkröfur

- Æskilegt er að starfsmaður sé með menntun í bóksafns- og upplýsingafræðum eða öðrum skyldum greinum

 

Hæfniskröfur

- Leitað er að drífandi einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og er jákvæður og skapandi

 

Ráðningarkjör

- Laun eru samkvæmt kjarasamningum

   

Starfsmaður heyrir undir skólastjórnendur og bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu. Bókasafnsnefnd er skipuð fimm fulltrúum. Héraðsnefnd skipar tvo fulltrúa og sveitarfélagið Strandabyggð þrjá fulltrúa.

 

Starfið er laust frá áramótum. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2011.

 

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferliskrá til Grunnskólans á Hólmavík eða á netfangið skolastjorar@holmavik.is. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri í síma 451 3129.

Framkvæmdir hefjast í Þróunarsetrinu í dag

| 17. nóvember 2011
Frá handverksmarkaði Strandakúnstar. Mynd IV.
Frá handverksmarkaði Strandakúnstar. Mynd IV.
Framkvæmdir á neðstu hæð Þróunarsetursins hefjast í dag. Ætlunin er að koma neðstu hæðinni í nýtanlegt horf en hún hefur staðið auð árum saman fyrir utan að þar hefur Strandakúnst verið með handverksmarkað og fjarfundir farið fram í illa kynntu og hrörlegu rými. Er það mikið fagnaðarefni að hæðin verði framvegis nýtt undir öfluga og fjölþætta starfsemi við viðunandi aðstæður.

Fjölnýtanlegt rými - umsóknir um skrifstofur
Móttaka sveitarfélagsins Strandabyggðar mun færast niður á neðstu hæðina auk þess sem þar verður fundaraðstaða fyrir nefndir og sveitarstjórn og aðra þá sem þurfa að leigja fundaraðstöðu og fjarfundabúnað fyrir stærri og smærri fundi. Þá verður kennslurými á neðstu hæðinni fyrir fræðslu og námskeið sem og fyrirhugaða framhaldsdeild á Hólmavík.
...
Meira

Sauðfjárslátrun - tilkynning

| 17. nóvember 2011
Mynd af vef Sauðfjársetursins
Mynd af vef Sauðfjársetursins
Sauðfjárslátrun verður hjá SAH Afurðum þann 29. nóvember næstkomandi. Bændur eru hvattir til að hafa samband við sláturhússtjóra í síma 8962280 þurfi þeir að koma fé í slátrun.

 

Fyrir hönd SAH Afurða ehf.
Sigurður Jóhannesson

Framkvæmdastjóri

 

Kynningarfundur um hvítbók haldinn á Ísafirði

| 16. nóvember 2011
Hvítbók um náttúruvernd.
Hvítbók um náttúruvernd.
Fimmtudag 24. nóvember stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi á Ísafirði um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum. Í hvítbókinni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir og viðhorf sem hafa rutt sér til rúms í náttúruvernd víða um heim og settar eru fram tillögur um hvernig koma megi þessum aðferðum og hugmyndum inn í íslenska löggjöf.

Lögð er áhersla á að útfæra meginregur umhverfisréttar í nýjum náttúruverndarlögum, fjallað er ítarlega um friðlýsingar og annars konar verndaraðgerðir hér á landi, vatn, almannarétt og svo mætti lengi telja. Opið umsagnarferli vegna hvítbókarinnar er nú hafið og stendur til 15. desember næstkomandi. Hvítbókin og umsagnirnar verða svo sem fyrr segir lagðar til grundvallar heildarendurskoðun núgildandi náttúruverndarlaga sem stendur fyrir dyrum.
...
Meira

Alþjóðleg athafnavika í Strandabyggð

| 16. nóvember 2011
Alþjóðleg athafnavika fer nú fram í þriðja sinnn á Íslandi og stendur yfir þessa vikuna, eða 14. -20. nóvember. Teygjur flakka nú á milli manna í Strandabyggð og eru allir hvattir til að taka þátt. Tilgangur vikunnar er að hvetja fólk til athafnasemi, vekja athygli á nýsköpun og senda jákvæð skilaboð útí samfélagið. Í vikunni munu frumkvöðlar og athafnafólk um allan heim vekja athygli á sínu starfi og taka þátt í viðburðum á vegum verkefnisins.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón