A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundur með fjárlaganefnd í dag

| 14. október 2011
Rétt í þessu var að ljúka fundi sveitarstjóra Strandabyggðar með fjárlaganefnd Alþingis. Á fundinum lagði Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri megináherslu á að undirbúningur við stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík yrði hafinn árið 2012 en verkefnið var valið eitt af 7 verkefnum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2012. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til undirbúningsvinnu og þarfagreiningar vegna stofnunar framhaldsskóladeildar á Hólmavík sem þjónustað getur nemendur í Strandabyggð, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og jafnvel Dalabyggð og víðar. Fyrirmynd verkefnisins er samstarf á milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar þar sem boðið er upp á tveggja ára námsframboð á framhaldsskólastigi en framhaldsskóladeildin í Vesturbyggð hefur haft jákvæð áhrif í för með sér á samfélög á sunnanverðum Vestfjörðum....
Meira

Jón og séra Jón í Bragganum

| 14. október 2011
Bíó í Bragganum í kvöld!
Bíó í Bragganum í kvöld!
Kvikmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri, en hún hlaut m.a. áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar og hefur verið sýnd í Bíó Paradís við frábærar undirtektir. Nú er komið að því að sýna myndina á Hólmavík, en sýningin fer fram í Bragganum í kvöld, föstudaginn 14. október og hefst kl. 21:00. Eftir sýningu myndarinnar svarar Steinþór, höfundur myndarinnar, fyrirspurnum úr sal. Myndin segir frá séra Jóni Ísleifssyni sem var lengi sóknarprestur í Árnesi á Ströndum. Séra Jón lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Þegar myndin var tekin var svo komið að meirihluti sóknarbarna hafði skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli.    

Er séra Jón óhæfur prestur?  Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum.  
 

Sundmót UDN og HSS á Reykhólum

| 13. október 2011
Merki HSS - tekið af 123.is/hss
Merki HSS - tekið af 123.is/hss
Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudaginn 18. október nk. Mótið hefst kl. 17:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir krakka á Ströndum (og alla þá fullorðnu líka) til að sýna hvað í þeim býr, en sundkennsla hefur verið í gangi í nokkrum grunnskólanna á starfssvæði HSS undanfarnar vikur. Menn ættu því að vera í góðu formi.

Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu og því er um að gera að smella sér yfir nýja veginn okkar, keppa í sundi og eiga góðan dag. Skráning fer fram í síma 690-3825 (Herdís). Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega!
...
Meira

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga

| 11. október 2011
Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldin í Reykjavík 13. og 14. október n.k. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri í Strandabyggð og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri munu sitja ráðstefnuna fyrir hönd Strandabyggðar en Ingibjörg er jafnframt ráðstefnustjóri.

Dagskráin er bæði þétt og fjölbreytt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga munu flytja erindi....
Meira

Framkvæmdir við höfnina ganga vel

| 10. október 2011
Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn ganga vel. Veðrið það sem af er hausti hefur verið framkvæmdunum hliðhollt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í september, og hver dagur dýrmætur. Það er fyrirtækið Ísar ehf. sem sér um að endurnýja stálþil við hafskipabryggjuna og eru áætluð verklok í mars 2012. Í framhaldi af því verður þekjan endurnýjuð. Þegar þetta er skrifað er Eyborgin að landa rækju fyrir Hólmadrang við innri hluta bryggjunnar í blíðskaparveðri.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón