A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Neðsta hæðin í Þróunarsetrinu opnar í dag

| 10. júní 2011
Vorboðinn ljúfi - handverksmarkaður Strandakúnstar. Mynd IV.
Vorboðinn ljúfi - handverksmarkaður Strandakúnstar. Mynd IV.

Í dag, föstudaginn 10. júní kl. 14:00, opnar neðsta hæðin í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 með handverksmarkaði Strandakúnstar og sýningu á vegum Þjóðfræðistofu eftir Guðfinnu Hreiðarsdóttur um Höllu skáldkonu. Húsnæðið á neðstu hæðinni er í þróun og vinnslu en þar er áætlað að vera með rými fyrir móttöku sveitarfélagsins Strandabyggðar, fræðslu- og fundaraðstöðu, aðstöðu fyrir sýningar og viðburði svo eitthvað sé nefnt.

Handverksmarkaður Strandakúnstar
Opið verður alla daga í handverksmarkaði Strandakúnstar í sumar frá klukkan 14:00-17:00 og verða frávik frá því auglýst nánar síðar. Seljendum er bent á að hafa samband við Ásdísi í síma 694-3306 eða Ingibjörgu í 663-0497. Á markaðinum verður að venju margvíslegt handverk og prjónles sem laghentir Strandamenn hafa framleitt.

Sýning um Höllu skáldkonu
Í dag klukkan 15:00 opnar Þjóðfræðistofan á Hólmavík sýningu Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur sagnfræðings um Höllu skáldkonu frá Laugarbóli (1866-1937). Sýningin sem ber heitið "Svanurinn minn syngur" er hluti af meistaraprófsverkefni Guðfinnu í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Þjóðfræðistofa fékk sýninguna frá Reykhólum en hún var fyrst sett upp í Safnahúsinu á Ísafirði haustið 2008 og á sama tíma var gefin út bók með úrvali ljóða skáldkonunnar og æviágripi hennar. Þessi stórskemmtilega sýningin hefur víða verið sett upp og tekur Þjóðfræðistofa fagnandi við henni nú.

Halla Eyjólfsdóttir var húsfreyja á stórbýlinu Laugabóli við Ísafjarðardjúp frá lokum 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar. Hún var ekki einungis fjórtán barna móðir heldur lenti öll bústjórn að miklu leyti á henni þar sem eiginmaður hennar, Þórður Jónsson, var formaður á eigin skipi og því lítið heima við. Guðfinna segir í bók sinni um Höllu: „Þótt hlutskipti Höllu yrði að stjórna stóru búi mestan hluta ævinnar, þá var skáldskapurinn hennar hjartans mál. Hún gat hins vegar aðeins sinnt honum í hjáverkum og í ljóðum hennar urðu fuglar himinsins og himinhnettirnir táknmyndir hins frjálsa anda með lausn frá amstri hversdagslífsins.

Sýningin er á neðstu hæð Þróunarsetursins, heitt verður á könnunni og eru allir velkomnir.

Minnum á íbúafund vegna Hamingjudaga í kvöld!

| 09. júní 2011
Almennur íbúafundur vegna Hamingjudaga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 9. júní kl. 20:30.

Á fundinum verður farið yfir ítarleg drög að dagskrá Hamingjudaga, en hún er óðum að fæðast þessa dagana. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar mun fara yfir einstaka dagskrárliði á fundinum og þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á hátíðinni nú í ár. Einnig verður m.a. skýrt frá því hvaða aðilar munu sjá um að vera skreytingastjórar fyrir hvert hverfi fyrir sig.

Í framhaldi af fundinum sjálfum gefst síðan tækifæri fyrir íbúa í hverju hverfi fyrir sig til að setjast niður með sínum skreytinga-stjórum og kortleggja hvernig fara eigi með sigur af hólmi í skreytingakeppninni, en eins og á síðasta ári verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið / lóðina, best skreytta hverfið, besta slagorðið og flottustu fígúruna.

Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni á fundinum, góð stemmning mun svífa yfir vötnum og lögin um hamingjuna verða á grammófóninum. Þetta er eini almenni íbúafundurinn sem verður haldinn í tengslum við Hamingjudaga - ekki missa af honum!

Minnum á viðtalstíma byggingarfulltrúa

| 09. júní 2011
Byggingarfulltrúi Strandabyggðar, Gísli Gunnlaugsson, verður með viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar í dag, fimmtudaginn 9. júní, milli kl. 13:00 - 15:00. Fundur Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar er boðaður í dag kl. 18:00. Er þetta síðasti fundur nefndarinnar fyrir sumarfrí.

Fatlað fólk á tímamótum - eru mannréttindi virt?

| 07. júní 2011

Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Fundur undir yfirskriftinni ,,Fatlað fólk á tímamótum - eru mannréttindi virt?" verður haldinn á Reykhólum miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 15:00 - 17:30.

Íbúar í nærliggjandi sveitarfélögum eru hvattir til að mæta og kynna sér hvað er að gerast í þessum málum.


...
Meira

Íbúafundur á fimmtudaginn kl. 20:30

| 06. júní 2011
Almennur íbúafundur vegna Hamingjudaga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 9. júní kl. 20:30.  

Á fundinum verður farið yfir ítarleg drög að dagskrá Hamingjudaga, en hún er óðum að fæðast þessa dagana. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar mun fara yfir einstaka dagskrárliði á fundinum og  þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á hátíðinni nú í ár. Einnig verður m.a. skýrt frá því hvaða aðilar munu sjá um að vera skreytingastjórar fyrir hvert hverfi fyrir sig.  

Í framhaldi af fundinum sjálfum gefst síðan tækifæri fyrir íbúa í hverju hverfi fyrir sig til að setjast niður með sínum skreytinga-stjórum og kortleggja hvernig fara eigi með sigur af hólmi í skreytingakeppninni, en eins og á síðasta ári verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið / lóðina, best skreytta hverfið, besta slagorðið og flottustu fígúruna.  

Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni á fundinum, góð stemmning mun svífa yfir vötnum og lögin um hamingjuna verða á grammófóninum. Þetta er eini almenni íbúafundurinn sem verður haldinn í tengslum við Hamingjudaga - ekki missa af honum!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón