A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vitabraut 21 best skreytta húsið

| 13. desember 2011
Vitabraut 21 í fullum skrúða - ljósm. HH
Vitabraut 21 í fullum skrúða - ljósm. HH
« 1 af 2 »
Í desembermánuði setja margskonar ljósaseríur og jólaljós mikinn svip á Strandir. Í Strandabyggð eru hús og híbýli skreytt á margvíslegan máta og víða má sjá ljósum prýdd hús sem mikil vinna hefur verið lögð í að skreyta. Það var því ekki auðvelt verk sem elstu krakkarnir á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík stóðu frammi fyrir í morgun, en þau hafa það fyrir venju að velja best skreytta húsið á Hólmavík ár hvert. Í þessum tilgangi var farinn sérstakur skoðunarúntur um bæinn í morgun.

Eftir lýðræðislegar umræður komust börnin að niðurstöðu og bönkuðu upp á hjá Stellu Magnúsdóttur og Arijus Dirmeikis sem búa í húsinu að Vitabraut 21. Þar var húsfreyjunni afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn.


Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að halda áfram að lýsa upp skammdegið með jólaljósum og seríum, jafnt úti sem inni, enda eru þau vel til þess fallin að hlýja hjörtum og búa til góða stemmningu fyrir jólahátíðinni sem nálgast óðfluga.

Barnakór Hólmavíkurkirkju syngur með Regínu Ósk

| 13. desember 2011
Regína Ósk - ljósm. af midi.is
Regína Ósk - ljósm. af midi.is
Í kvöld munu ungir söngfuglar í Strandabyggð láta til sín taka, en þá tekur barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju þátt í jóla- og fjölskyldutónleikum Regínu Óskar Óskarsdóttur. Stífar æfingar hafa staðið yfir undanfarið og öruggt má telja að íbúar í Strandabyggð verði ekki sviknir af framlagi okkar fólks í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Hólmavíkurkirkju og hefjast kl. 20:00, en auk Strandamannanna ungu munu þau Haraldur Vignir spila á píanó og hljómborð, Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu auk þess sem eiginmaður og dóttir Regínu koma fram.

Hægt er að nálgast miða á sölusíðunni www.midi.is og við innganginn, en miðaverð er kr. 2.900.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri en 6 ára. Stjórnandi barna- og unglingakórs Hólmavíkurkirkju er sr. Sigríður Óladóttir, en kórinn skipa ungmenni í 5.-10. bekk grunnskólans.

Aðstoð vegna jólainnkaupa

| 12. desember 2011
Félagsþjónustan og Rauði Krossinn auglýsa eftir umsóknum um aðstoð vegna matarinnkaupa um jólin.

Verið velkomin að hafa samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra í síma 451- 3510 eða 842-2511.
    

Eldvarnarátak slökkviliðs Strandabyggðar

| 09. desember 2011
Slökkvilið Strandabyggðar vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Strandabyggðar við að tryggja öryggi heimila og vinnustaða sem best nú þegar jólahátíðin fer í hönd.

Slökkvitækjaþjónustan Aðgát mun bjóða upp á slökkvitækjaþjónustu laugardaginn 10. desember og sunnudaginn 11. desember í slökkvistöðinni á Skeiðinu. Hægt verður að koma með tæki frá kl. 10:00 - 15:00 á laugardaginn og sækja þau aftur á sunnudaginn milli kl. 13:00 - 15:00. Einnig verða til sölu slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppi.
...
Meira

Allir út í glugga á þriðjudaginn! Jólaseríurúnturinn 2011

| 09. desember 2011
Bakarameistarar baka jólapiparkökur. Mynd: Leikskólinn Lækjarbrekka
Bakarameistarar baka jólapiparkökur. Mynd: Leikskólinn Lækjarbrekka
Íbúar á Hólmavík verða að drífa sig að setja upp síðustu jólaljósin sín um helgina, (já eða bara kaupa fleiri í Kaupfélaginu!), því 5 ára nemendur í leikskólanum Lækjarbrekku munu fara í árlegan jólaseríurúnt um Hólmavík fyrir hádegi þriðjudaginn 13. desember n.k. Íbúar og starfsmenn stofnanna og fyrirtækja eru hvattir til að skarta sínu fegursta og fylgjast vel með í gluggunum þegar hópurinn fer framhjá. Nemendur munu veita viðurkenningu til þeirra sem þeir telja að eigi bestu skreytinguna þetta árið.

Nemendur og starfsfólk hafa í mörgu að snúast þessa dagana eins og sjá má á heimasíðu skólans.



Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón