A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Forvarnardagurinn í Grunnskólanum á Hólmavík

| 07. október 2011
Gullskórinn sem afhentur var á forvarnardaginn í Grunnskólanum. Hönnuður Ingibjörg Emilsdóttir.
Gullskórinn sem afhentur var á forvarnardaginn í Grunnskólanum. Hönnuður Ingibjörg Emilsdóttir.

Það var líf og fjör í Grunnskólanum á Hólmavík á forvarnardaginn þann 5. október sl. en dagurinn er haldinn árlega undir yfirskriftinni ,,taktu þátt" og er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi kom og vann verkefni með nemendum í 9. bekk til þess að fá fram sjónarmið þeirra um hin og þessi mál. Um kvöldið hélt Logi Geirsson handboltakappi fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður" í Félagsheimilinu. Þann sama dag hlupu nemendur okkar í norræna skólahlaupinu á alþjóðlega ,,Göngum í skólann deginum" sem var haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lauk formlega verkefninu ,,Göngum í skólann" hér á landi og hjá okkur en nemendur okkar hafa gengið í skólann síðastliðinn mánuð og safna laufblöðum á trén sín til að keppast um verlaunagripinn gullskóinn.

 

Að sögn Ingibjargar Emilsdóttur verkefnisstjóra grænfánaverkefnisins hefur verkefnið gengið einkar vel, meira að segja það vel að það var ekki hægt að gera upp á milli bekkja sem endaði með því að allir nemendur skólans hlutu gullskóinn í viðurkenningarskyni fyrir frábæra þátttöku í verkefninu. Ingibjörg er hönnuður og gefandi gullskósins sem skipar ákveðinn sess í hjarta hennar. Hér má lesa söguna af gullskónum: http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/289/

 

Á forvarnardaginn gæddu nemendur sér á niðurskornu grænmeti og ávöxtum sem Kaupfélag Steingrimsfjarðar gaf okkur og vatni í sjómannsbrúsa frá Arion banka. Við erum afar stolt af fólkinu okkar og þakklát KSH og Arion banka fyrir hvatninguna.

 

Til hamingju allir með frábæran forvarnardag! Myndir hér: http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn_myndasida/100/

Landbúnaður - ljósmyndakeppni

| 07. október 2011
Mynd af vef Sauðfjársetursins.
Mynd af vef Sauðfjársetursins.
Samtök ungra bænda kynna ljósmyndasamkeppni í tengslum við útgáfu samtakanna á dagatali fyrir árið 2012. Keppnin er öllum opin og óskað er eftir myndum tengdum ungu fólki og úr öllum áttum landbúnaðar. Myndirnar eiga að vera u.þ.b. 300 dp að stærð og sendast á netfangið ungurbondi@gmail.com. Skilafrestur er til 1. nóvember 2011.


Flugslysaæfing á Gjögri

| 07. október 2011
Í dag og á morgun, laugardaginn, 8. október, verður haldin flugslysaæfing á flugvellinum á Gjögri, norður á Ströndum, þar sem æfð verða viðbrögð við flugslysi við flugvöllinn samkvæmt tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Þegar slíkar æfingar eru haldnar er verið að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á svæðinu.

Aðstæður á Gjögri eru þannig að þar eru ekki til staðar nema hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn.
...
Meira

Tilkynning frá sveitarfélaginu Strandabyggð

| 05. október 2011

Af gefnu tilefni vill Sveitarfélagið Strandabyggð koma eftirfarandi á framfæri: Sveitarfélagið Strandabyggð er aðili að barnavernd Húnaþings Vestra og Héraðsnefndar Strandasýslu. Fimm sveitarfélög standa að nefndinni sem vinnur samkvæmt lögum um barnavernd nr. 80/2002. Starfsfólki félagsþjónustu í sveitarfélögunum fimm, skólum, leikskólum og öðrum opinberum starfsmönnum ber að framfylgja ákvörðunum nefndarinnar.

 

Þess er vænst að íbúar sveitarfélagsins sýni starfsmönnum félagsþjónustunnar skilning og virði friðhelgi einkalífs þeirra og fjölskyldna þeirra, þótt félagsþjónustan þurfi lögum samkvæmt að eiga aðkomu að erfiðum ákvörðunum samkvæmt þeim lögum sem hún starfar eftir.

Söngkeppni í Bragganum næsta laugardag

| 03. október 2011
Barbara Guðbjartsdóttir vann keppnina í fyrra - ljósm. strandir.is
Barbara Guðbjartsdóttir vann keppnina í fyrra - ljósm. strandir.is
Laugardaginn 8. október verður karaoke-keppni Café Riis haldin í sjöunda sinn í Bragganum á Hólmavík. Tugir keppenda hafa stigið á svið, en sigurvegarar fyrri ára eru Stefán Steinar Jónsson, Sigurður Vilhjálmsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Árdís Rut Einarsdóttir, Eyrún Eðvaldsdóttir og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Til að hægt sé að halda keppnina þarf hins vegar fyrst að fá keppendur til leiks og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Báru í s. 897-9756. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur starfsmenn sína til að taka þátt - því það er svo gaman!

Atriðin mega innihalda einstaklinga, dúetta, sönghópa, gógópíur, dansara, lífverði og hver þau hlutverk sem menn vilja draga fram í dagsljósið. Engin takmörk eru sett á listræna tjáningu eða búningaglamúr - meira er betra og skrítnara er skemmtilegra.  

Hægt verður að æfa í Bragganum hvenær sem er fram að keppniskvöldinu. Þar verður jafnframt hægt að nálgast nokkur hundruð karaoke-lög á diskum, en einnig geta þeir allra hörðustu keypt lög á öruggum vefsíðum eins og www.karaoke-version.com.
 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón