A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur þriðjudaginn 24. maí 2011

| 19. maí 2011
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 24. maí n.k. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 og hefst hann kl. 18:00.

Dagskrá fundarins má sjá hér.

Óskað eftir tillögum vegna Menningarverðlauna

| 19. maí 2011
Menningarvitar á Hamingjudögum - ljósm. Ingimundur Pálsson
Menningarvitar á Hamingjudögum - ljósm. Ingimundur Pálsson

Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir hér með eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar, en þau verða veitt á Hamingjudögum í sumar. Þetta er í annað skiptið sem verðlaunin eru veitt, en í fyrra fékk Tón- og grunnskólinn á Hólmavík þau fyrir uppsetningu á Grease. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum. Tilnefningum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is til miðnættis sunnudaginn 19. júní. 

...
Meira

Frestur fyrir Hugmyndatorg rennur út á morgun

| 19. maí 2011
Hólmavík - ljósm. Jón Jónsson.
Hólmavík - ljósm. Jón Jónsson.
Á morgun, föstudaginn 20. maí, rennur út frestur fyrir íbúa til að senda inn hugmyndir að verkefnum sem mögulegt væri fyrir Áhaldahús og Vinnuskóla Strandabyggðar að vinna að í sumar. Allar hugmyndir eru vel þegnar, fögnum sérstaklega hugmyndum sem kosta lítið en gera mikið! Margt smátt gerir eitt stórt. Einnig rennur út frestur á morgun fyrir þá unglinga sem hyggjast starfa í Vinnuskólanum í sumar.

Hugmyndir má senda á: strandabyggd@strandabyggd.is merkt Hugmyndatorg eða skila inn hugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar fyrir 20. maí n.k. Íbúar eru hvatttir til að láta í sér heyra - engin hugmynd er of lítil!

Sorpsamlag Strandasýslu auglýsir eftir starfsmanni

| 18. maí 2011

Sorpsamlag Strandasýslu auglýsir eftir starfsmanni í óákveðinn tíma í fullt starf.  Umsækjendur þurfa að hafa réttindi á smávélar, hleðslukrana og til aksturs vörubíla.  Umsóknarfrestur er til 1. júní, umsóknum skal skilað til Sorpsamlagsins Skeiði 3 á Hólmavík, nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 893 3531.

 

Sorpsamlag  Strandasýslu.

Lagasamkeppni Hamingjudaga föstudaginn 20. maí

| 17. maí 2011
Hamingjulagið 2010 flutt á sviði - ljósm. Jón Jónsson
Hamingjulagið 2010 flutt á sviði - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga verður haldin næstkomandi föstudagskvöld, þann 20. maí kl. 20:00, í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hvorki fleiri né færri en sjö lög keppa um að verða kosið Hamingjulagið 2011, en áhorfendur í sal fá það hlutverk að kjósa það lag sem þeim finnst best. Stigahæsta lagið fer síðan með sigur af hólmi og verður gefið út fyrir Hamingjudagana sem fara fram 1.-3. júlí í sumar. Nöfnum höfunda er haldið leyndum þar til úrslit liggja fyrir, en allnokkrir flytjendur ferðast um langan veg til að taka þátt í keppninni í ár. Lagaflóran er allt frá djassskotnum vísnasöng að teknói. Allir eru hjartanlega velkomnir á keppnina, en aðgangseyrir er aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón