Breytingar á nefndum og fundartíma sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á sveitarstjórnarfundi 1190 sem haldinn var í gær, þær breytingar á samþykktum sveitarfélagsins að sveitarstjórnarfundir verði haldnir mánaðarlega, annan þriðjudag í mánuði og hefjast fundirnir kl. 16:00. Sveitarstjórn samþykkti einnig breytingar á nefndum sveitarfélagsins en þeim hefur verið fækkað úr 7 í 5. Sveitarstjórnarfulltrúar eru formenn nefndanna fyrir utan Velferðarnefnd, sem er sameiginleg nefnd sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólahreppi. Markmið með breytingunum er að efla upplýsingaflæði milli nefnda og sveitarstjórnar, deifa ábyrgð, auka skilvirkni og ná fram sparnaði í rekstri sveitarfélagsins.
...Meira