| 04. desember 2011
Unnur Ólafsdóttir í Miðhúsum var ánægð með þessa auknu þjónustu þegar fréttaritari hitti hana um helgina. Myndir IV.
Nú hefur Sorpsamlag Strandasýslu opnað fyrir flokkun beint inn í húsið á Skeiði 3 á Hólmavík eins og lengi hefur staðið til. Forsvarsmenn Sorpsamlagsins vona að þetta komi sér vel fyrir þá sem eru að flokka og benda hinum sem enn eru ekki farnir að flokka sinn úrgang á að nú er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa.
,,Við erum þess fullviss að flokkunin verður eins vönduð og verið hefur þó þessi breyting verði, enda hefur þessi aðferð gengið mjög vel á þeim stöðum þar sem gámar eru staðsettir. Við hvetjum fólk til að lesa vel leiðbeiningar um flokkun" kemur fram í tilkynningu frá Sorpsamlaginu sem dreift hefur verið inn á heimili á svæðinu....
Meira