Gleðileg jól!
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.
Með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.
Jólatréð hjá Svönu og Nonna skartar sínu fegursta. Jólakortakassi Lions að fyllast í Kaupfélaginu. Spennan að magnast út af jólahappdrætti KSH. Dulúð og erill í kringum pakkana á pósthúsinu. Smáfuglarnir sitja á þakinu á Galdrasafninu. Þeir vita að þeir eiga von á góðgæti. Allt hvítt, nema bleiku skýin á himninum. Að keyra Hafnarbrautina og horfa á Hólmavíkurkirkju eins og að vera staddur inn í póstkorti. Jólabærinn Hólmavík. Fallega Hólmavík.
Það er Þorláksmessa og jólakveðjurnar eru lesnar í útvarpinu. Ég vona að jólasveinarnir gleymi ekki að bera út jólakortin. Ég vona að við gleymum ekki að njóta augnabliksins. Ég hlakka til að fara í messuna í Hólmavíkurkirkju kl. sex á morgun. Fyrir mér er hún hátíðleg hamingjustund. Innihaldsrík, friðsæl - og full af samkennd. Fyrir mér er jólamessan eins og jólatréð hjá Svönu og Nonna, jólakortakassinn hjá Lions, jólahappdrætti KSH, smáfuglarnir á þakinu á Galdrasafninu - og Strandirnar allar. Hún er það sem gerir okkur rík - í hjartanu.
Ég óska ykkur öllum innihaldsríkar jólahátíðar og farsæls komandi árs.
Með hlýjum þökkum fyrir vináttu og væntumþykju á árinu sem er að líða,
Ingibjörg
Lionsfélagar í Lionsklúbbi Hólmavíkur minna á að jólakortakassinn góði verður í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík til kl. 16:00 í dag. Í jólakortakassann er hægt að setja jólakort endurgjaldslaust sem eiga að berast á heimili á Hólmavík.
Lionsklúbburinn á Hólmavík sendir Strandamönnum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir ánægjulega samfylgd á liðnum árum.