A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Barnakór Hólmavíkurkirkju syngur með Regínu Ósk

| 13. desember 2011
Regína Ósk - ljósm. af midi.is
Regína Ósk - ljósm. af midi.is
Í kvöld munu ungir söngfuglar í Strandabyggð láta til sín taka, en þá tekur barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju þátt í jóla- og fjölskyldutónleikum Regínu Óskar Óskarsdóttur. Stífar æfingar hafa staðið yfir undanfarið og öruggt má telja að íbúar í Strandabyggð verði ekki sviknir af framlagi okkar fólks í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Hólmavíkurkirkju og hefjast kl. 20:00, en auk Strandamannanna ungu munu þau Haraldur Vignir spila á píanó og hljómborð, Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu auk þess sem eiginmaður og dóttir Regínu koma fram.

Hægt er að nálgast miða á sölusíðunni www.midi.is og við innganginn, en miðaverð er kr. 2.900.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri en 6 ára. Stjórnandi barna- og unglingakórs Hólmavíkurkirkju er sr. Sigríður Óladóttir, en kórinn skipa ungmenni í 5.-10. bekk grunnskólans.

Aðstoð vegna jólainnkaupa

| 12. desember 2011
Félagsþjónustan og Rauði Krossinn auglýsa eftir umsóknum um aðstoð vegna matarinnkaupa um jólin.

Verið velkomin að hafa samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra í síma 451- 3510 eða 842-2511.
    

Eldvarnarátak slökkviliðs Strandabyggðar

| 09. desember 2011
Slökkvilið Strandabyggðar vill leggja sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Strandabyggðar við að tryggja öryggi heimila og vinnustaða sem best nú þegar jólahátíðin fer í hönd.

Slökkvitækjaþjónustan Aðgát mun bjóða upp á slökkvitækjaþjónustu laugardaginn 10. desember og sunnudaginn 11. desember í slökkvistöðinni á Skeiðinu. Hægt verður að koma með tæki frá kl. 10:00 - 15:00 á laugardaginn og sækja þau aftur á sunnudaginn milli kl. 13:00 - 15:00. Einnig verða til sölu slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppi.
...
Meira

Allir út í glugga á þriðjudaginn! Jólaseríurúnturinn 2011

| 09. desember 2011
Bakarameistarar baka jólapiparkökur. Mynd: Leikskólinn Lækjarbrekka
Bakarameistarar baka jólapiparkökur. Mynd: Leikskólinn Lækjarbrekka
Íbúar á Hólmavík verða að drífa sig að setja upp síðustu jólaljósin sín um helgina, (já eða bara kaupa fleiri í Kaupfélaginu!), því 5 ára nemendur í leikskólanum Lækjarbrekku munu fara í árlegan jólaseríurúnt um Hólmavík fyrir hádegi þriðjudaginn 13. desember n.k. Íbúar og starfsmenn stofnanna og fyrirtækja eru hvattir til að skarta sínu fegursta og fylgjast vel með í gluggunum þegar hópurinn fer framhjá. Nemendur munu veita viðurkenningu til þeirra sem þeir telja að eigi bestu skreytinguna þetta árið.

Nemendur og starfsfólk hafa í mörgu að snúast þessa dagana eins og sjá má á heimasíðu skólans.



Sveitarstjórnarfundur 1191

| 09. desember 2011
Mynd: JJ.
Mynd: JJ.

Fundur 1191 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember 2011 og hefst kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Tekið verður á móti erindum fyrir fundinn til kl. 14:00 mánudaginn 12. desember 2011 á skrifstofu Strandabyggðar eða í netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón