A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Alþjóðleg athafnavika í Strandabyggð

| 16. nóvember 2011
Alþjóðleg athafnavika fer nú fram í þriðja sinnn á Íslandi og stendur yfir þessa vikuna, eða 14. -20. nóvember. Teygjur flakka nú á milli manna í Strandabyggð og eru allir hvattir til að taka þátt. Tilgangur vikunnar er að hvetja fólk til athafnasemi, vekja athygli á nýsköpun og senda jákvæð skilaboð útí samfélagið. Í vikunni munu frumkvöðlar og athafnafólk um allan heim vekja athygli á sínu starfi og taka þátt í viðburðum á vegum verkefnisins.

Athafnateygjan er íslenskt verkefni á vegum Innovit sem er nú orðið alþjóoðlegt og munu teygjurnar því ferðast um allan heim þetta árið. Um er að ræða verkefni sem mælir hversu miklu er hægt að koma í verk. Þegar handhafi teygjunnar hefur framkvæmt eitthvað er teygjan látin af hendi til næsta einstaklings að eingin vali sem hvatning til athafnasemi. Þannig gengur teygjan manna á milli og hvetur til framkvæmdagleði. Það er breytilegt hverju fólk kemur í verk en gjarnan er um að ræða eitthvað sem lengi hefur staðið til eða ber merki um frumkvöðlahugsun.

Hver teygja hefur númer og í hvert skipti sem handhafi hennar framkvæmdir eitthvað er það skrá á heimasíðuna www.action-band.com en þar er einnig hægt að setja mynd af athöfninni. Þannig er hægt að fylgjast með hvaða teygja skilar mestum afköstum og hvaða sniðugu hlutum fólk kemur í verk. Markmiðið er að teygjan staldri stutt við hjá hverjum viðtakanda og að hún ferðist á milli sem flestra einstaklinga.



Í

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón