A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Siggi Atla hlaut hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

| 21. október 2011
Snillingurinn Sigurður Atlason - ljósm. af strandir.is
Snillingurinn Sigurður Atlason - ljósm. af strandir.is

Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs og formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, fékk um síðustu helgi hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Verðlaunin voru veitt á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem var haldin að Núpi í Dýrafirði. Sigurður hefur um árabil unnið mjög ötult starf í þágu ferðaþjónustu, umhverfismála, menningar og alhliða markaðssetningar á Ströndum og Vestfjörðum.

Meðal þess sem Sigurður hefur unnið að af miklum krafti er Upplýsingamiðstöð ferðamála sem rekin er af Strandabyggð í gegnum samning við Strandagaldur. Sérstök dómnefnd fór yfir tilnefningar sem bárust og var það samdóma álit hennar að Sigurður væri fremstur meðal jafningja. Við óskum Sigurði innilega til hamingju með verðlaunin, enda er hann afskaplega vel að þeim kominn!

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón