A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kassabílarallý í brakandi blíðu og sólskini

| 04. júlí 2011
Brakandi blíða og kassabílar - ljósm. strandir.is
Brakandi blíða og kassabílar - ljósm. strandir.is
« 1 af 3 »
Einn af þeim atburðum sem eru orðnir ómissandi á Hamingjudögum á Hólmavík er kassabílarallýið. Í ár fór það fram laugardaginn 2. júlí kl. 13:00 á sínum hefðbundna stað á Höfðagötu milli Þróunarsetursins og Galdrasýningarinnar. Fjöldi fólks fylgdist með ungum og öldnum keppa í rallinu og skemmta sér konunglega saman, enda brakandi blíða, sólskin og blankalogn. Fleiri myndir af atburðinum má sjá í þessari frétt á fréttavefnum strandir.is.

Hamingjudagar óska öllum sem kepptu innilega til hamingju!

Hamingjulagið hljómaði á Klifstúni

| 03. júlí 2011
Elín Ingimundardóttir og Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir flytja Vornótt á Ströndum. Mynd IV.
Elín Ingimundardóttir og Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir flytja Vornótt á Ströndum. Mynd IV.
Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir fluttu Hamingjulagið 2011 á Klifstúni á Hamingjudögum við fögnuð viðstaddra. Lagið sem vann keppnina í ár heitir Vornótt á Ströndum og er eftir Ásdísi Jónsdóttur sem einnig samdi textann. Fimm önnur lög voru í lagasamkeppninni sem haldin var á Hólmavík 20. maí 2011. Lagið hefur nú verið gefið út á disk og er til sölu víða á Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og í handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941.

Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.

Íslandsmet í planki sett á Hamingjudögum!

| 02. júlí 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar plankar ásamt sveitarstjóra. Myndin er fengin að láni af www.strandir.is.
Sveitarstjórn Strandabyggðar plankar ásamt sveitarstjóra. Myndin er fengin að láni af www.strandir.is.
« 1 af 4 »
Nokkur vissa er fyrir því að Íslandsmet hafi verið slegið í planki á Hamingjudögum á Hólmavík í gær. Er talið að um fyrsta sveitarstjórnarplank sé að ræða á landinu en sveitarstjórn Strandabyggðar plankaði ásamt sveitarstjóra á Klifstúni eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá var að öllum líkindum slegið Íslandsmet í fjöldaplanki þegar gestir á Hamingjudögum skelltu sér í hópplank að lokinni setningarathöfninni. Gríðarleg góð stemning var á Klifstúni.

Dásemdarveður á Ströndum!

| 02. júlí 2011
Á Klifstúni í gærkvöldi. Mynd IV.
Á Klifstúni í gærkvöldi. Mynd IV.
Veðurguðirnir skelltu sér á Hamingjudaga á Hólmavík og tóku sól og blíðu með sér! Hér eru bestu sumardagar ársins og stútfull dagskrá af einstökum viðburðum eins og sjá má hér. Eru allir velkomnir á Strandirnar!

Hamingjusamir Pollapönkarar á Klifstúni!

| 02. júlí 2011
Pöllapönkarar. Mynd IV.
Pöllapönkarar. Mynd IV.
Pollapönkarar glöddu alla viðstadda með einstakri sviðsframkomu á Klifstúni í gær. Vinsældir þeirra meðal ungra og aldinna eru miklar á Ströndum enda eru drengirnir sannkallaðir gleðigjafar. Fengu þeir Strandamenn til að syngja og dansa, brosa og hlæja og hringdu svo á 113 vælubílinn sem kom brunandi með hamingju handa öllum.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón