A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Þjóðfræðisstofa auglýsir lista- og fræðimannadvöl á Ströndum

| 28. ágúst 2011
Fallegt hús í fallegu umhverfi. Mynd Þjóðfræðistofa.
Fallegt hús í fallegu umhverfi. Mynd Þjóðfræðistofa.
Þjóðfræðistofa býður í vetur upp á lista- og fræðimannadvöl í Skelinni, sem er huggulegt lítið hús á Hólmavík. Gestir fá að dvelja húsinu í eina viku á tímabilinu 15. september 2011 - 15. desember 2011. Dvölin er að jafnaði gjaldfrjáls en öllum gestum er skylt að skila af sér framlagi undir lok dvalar í formi sýninga, tónleika, fyrirlestra, námskeiða eða öðru sem um semst við Þjóðfræðistofu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hólmakaffi og styrkt af Strandabyggð. Ferilskrá og umsókn, þar sem tilgreint er að hvaða verkefni er unnið og hvernig framlagi skuli háttað, skal senda á katla@icef.is. fyrir 1. október 2011. Nánari upplýsingar veitir Katla Kjartansdóttir í síma 8654463.

Mosfellingar slá Íslandsmet Strandamanna

| 27. ágúst 2011
Mynd af mbl.is
Mynd af mbl.is

Mosfellingar telja sig hafa sett Íslandsmet í planki í kvöld þegar bæjarhátíðin Í túninu heima var sett á Miðbæjartorgi í kvöld. Alls tók 441 þátt í þessari nýstárlegu íþróttagrein.

 

Gamla metið áttu Strandamenn en á Hamingjudögum á Hólmavík í sumar tóku 212 manns þátt í hópplanki á Hólmavík.

Hátíð Mosfellinga er haldin í sjöunda sinn um helgina.

Frétt af mbl.is.

 

Strandamenn senda Mosfellingum hamingjuóskir með frábæran árangur!

Mosfellingar reyna við Íslandsmetið í planki

| 26. ágúst 2011
Hópplankið ógurlega (ljósm. ASJ)
Hópplankið ógurlega (ljósm. ASJ)
« 1 af 2 »
Það er mörgum í fersku minni þegar íbúar í Strandabyggð og gestir Hamingjudaga á Hólmavík settu Íslandsmet í hópplanki í sumar. Samkvæmt talningu voru 212 manns sem plönkuðu á Hólmavík, en nú hafa íbúar í Mosfellsbæ sett stefnuna á að slá þetta ríkjandi met um komandi helgi. Þá verður haldin með pompi og prakt bæjarhátíðin Í túninu heima, en þar er á dagskránni í kvöld að slá Íslandsmetið frá því í sumar.

Ekki virðist standa til að bæjarstjórnin þar syðra planki eins og sveitarstjórn Strandabyggðar gerði svo einstaklega fallega á Hamingjudögum. Við sendum hlýjar kveðjur til Mosfellinga, óskum þeim velfarnaðar í hópplankinu og minnum þá á að telja vel og vandlega!

Sveitarstjórnarfundur og fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd

| 26. ágúst 2011
Sveitarstjórnarfundur 1187 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggð þriðjudaginn 30. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarstjóra. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Fundur verður haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd mánudaginn 29. ágúst kl. 18:00.

Skólastarf Grunn- og Tónskólans 2011-2012 hafið

| 25. ágúst 2011
Nýr og glæsilegur körfuboltavöllur. Næst eru það körfurnar! Myndir IV.
Nýr og glæsilegur körfuboltavöllur. Næst eru það körfurnar! Myndir IV.
« 1 af 4 »
Þessa vikuna eru nemendur í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík að stíga sín fyrstu lærdómsskref skólaárið 2011-2012. Skólasetning fór fram föstudaginn 19. ágúst 2011 þar sem Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri fór yfir skólastarfið framundan. Heilmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og starfsemi skólans fyrir komandi skólaár 2011 - 2012 eins og sjá má í setningarræðu Bjarna Ómars hér að neðan. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar nemendum og starfsfólki Grunn- og Tónskólans á Hólmavík gleði- og innihaldsríkra skóladaga....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón