A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Göngum í skólann og fleira hressandi

| 14. september 2011
Nánari upplýsingar má sjá á www.gongumiskolann.is
Nánari upplýsingar má sjá á www.gongumiskolann.is

Í dag, miðvikudaginn 14. september, verður farið af stað með Göngum í skólann verkefnið í Grunnskólanum á Hólmavík. Nemendur eru ásamt foreldrum/forráðamönnum hvattir til að ganga eða hjóla í skólann þar sem nemendur setja laufblað á bekkjartréð sitt. Þeir sem ganga eða hjóla setja græn laufblöð á trén og þeir sem koma á bíl setja brún laufblöð á trén. Nemendum sem ferðast með skólabíl er boðið upp á það fara út hjá gömlu sjoppunni og ganga þaðan í skólann og fá þá grænt laufblað. Einnig verður hægt að ganga af sér í frímínútum.

...
Meira

Styrkur til eflingar menningarstarfsemi og menningartengdrar ferðaþjónustu

| 13. september 2011
Mynd af wikipedia.
Mynd af wikipedia.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum....
Meira

Skjalavarsla á Ströndum og Reykhólahreppi

| 13. september 2011
Mynd af vefnum frá héraðsskjalasafni.
Mynd af vefnum frá héraðsskjalasafni.
Nú stendur yfir námskeið um skjalavörslu á vegum Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ) í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Á námskeiðinu er meðal annars verið að fara yfir afhendingarskyldu á gögnum og frágang skjalasafna. Sveitarfélögum og stofnunum þeirra ber skylda til að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands ef þau eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni. Aðeins 22 sveitarfélög á Íslandi eru ekki aðilar að héraðsskjalasöfnum og eru sveitarfélögin á Ströndum og Reykhólahreppur meðal þeirra....
Meira

Frásagnasafnið - samstarfsverkefni Þjóðfræðistofu, Grunnskólans á Hólmavík og Skaftfells

| 13. september 2011
Frásagnasafnið opnar á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu 17. september kl. 17:00.
Frásagnasafnið opnar á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu 17. september kl. 17:00.
Þjóðfræðistofa er nú að fara af stað með nýtt verkefni sem ber heitið ,,Frásagnasafnið" og er hugmyndin að safna saman frásögnum allra íbúa sveitarfélagsins Strandabyggðar.   Söfnunin verður unnin jafnt og þétt næsta eina og hálfa árið.  Þjóðfræðistofa mun að mestu sjá um söfnunina en einnig munu nemar í Grunnskólanum á Hólmavík taka þátt.    Frásagnirnar verða teknar upp á myndband og er það í höndum hvers og eins íbúa að velja hvað hann leggur inn í söfnunina.   Um er að ræða fjölbreyttar svipmyndir sem saman lagðar gefa okkur eins konar sneiðmynd af samfélaginu okkar....
Meira

Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð

| 08. september 2011
Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð 30. september n.k. Mynd af glaðri köku á Hamingjudögum 2011.
Starfsdagur og starfsmannagleði í Strandabyggð 30. september n.k. Mynd af glaðri köku á Hamingjudögum 2011.
Föstudaginn 30. september n.k. verður haldinn starfsdagur fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Strandabyggðar. Starfsdagurinn fer fram milli kl. 13:00 - 16:00 og verða stofnanir sveitarfélagsins lokaðar á þeim tíma. Hjá Strandabyggð vinnur stór hópur af öflugu fólki sem veitir íbúum fjölbreytta grunnþjónustu. Á starfsdeginum er mikilvægt að staldra við og stilla saman strengi áður en haldið er inn í framtíðina. Um kvöldið verður starfsmannagleði Strandabyggðar á Café Riis þar sem starfsfólk ásamt mökum mun koma saman, borða góðan mat, gleðjast og fagna fallegu hausti. 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón