A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing um starf - Leikskólinn Lækjarbrekka

| 29. nóvember 2012
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 62,5% starf. Um er að ræða vinnutímann 8:00-13:00. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfskrafti sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur....
Meira

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013

| 27. nóvember 2012
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013...
Meira

Starfskynning hjá Tómstundafulltrúa Strandabyggðar

| 22. nóvember 2012
Rýnt í Excel - ljósm. JJ
Rýnt í Excel - ljósm. JJ

Í dag og á morgun er 9. bekkur  í Grunnskólanum á Hólmavík í starfskynningu víðsvegar um Hólmavík. Þrír piltar völdu að fara í starfskynningu til  Tómstundafulltrúa Strandabyggðar í Þróunarsetrinu. Að sögn Salbjargar Engilbertsdóttur er þetta í fyrsta skipti sem einhver hefur farið á skrifstofu Strandabyggðar í starfskynningu. Þetta voru þeir Ísak Leví, Sigfús Snævar og Guðfinnur Ragnar. Meðal þess sem drengirnir gerðu var að kynnast starfi allra á skrifstofunni nema sveitastjórans, af því að hann var ekki við, Ísak fann framtíðarstarfið sitt í gróðurkortagerð og þeir skrifuðu þessa frétt.

Félagsvist í kvöld á Sauðfjársetrinu í Sævangi

| 22. nóvember 2012
Mynd af spilum!
Mynd af spilum!
Félagsvist verður haldin í Sævangi í kvöld, fimmtudaginn 22. nóvember, klukkan 20:00. Þetta er fyrsta kvöldið í þriggja kvölda keppni sem fer fram næstu vikur á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum. Annað kvöldið verður fimmtudaginn 6. desember og þriðja kvöldið verður haldið fimmtudaginn 13. desember. Spilamennskan hefst kl. 20:00 öll kvöldin og er aðgangseyrir kr. 800.- og eru þá veitingar innifaldar, djús, kaffi og kökur. Vinningar verða veittir fyrir hvert kvöld og einnig eru veglegir vinningar fyrir samanlagðan árangur öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Ingibjörg Emilsdóttir ráðin aðstoðarskólastjóri

| 20. nóvember 2012
Ingibjörg Emilsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri við Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur út skólaárið 2012-2013. Ingibjörg er fædd árið 1975 og hefur starfað við Grunnskólann á Hólmavík frá árinu 2001. Þar hefur hún sinnt fjölbreyttum kennslustörfum undanfarin ár, m.a. íþróttakennslu, smíðakennslu og umsjónarkennslu í bekkjum. Undanfarinn vetur hefur hún séð um umsjónarkennslu í 5.-7. bekk.

Ingibjörg útskrifaðist með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur þegar tekið til starfa.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón