A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kjörsókn í Strandabyggð rúm 50 prósent

| 22. október 2012
Á laugardaginn fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs varðandi nýja stjórnarskrá. Á kjörskrá í Strandabyggð voru 206 karlar og 184 konur, samtals 390 einstaklingar. Á kjörfundi í Hnyðju kusu 168 en utankjörfundaratkvæði voru 33. Samtals atkvæði voru því 201 sem þýðir að kosningaþátttaka í Strandabyggð var 51,5%. Kjörfundur hófst kl. 9:00, atkvæðagreiðsla hófst kl. 10:00 og lauk kjörfundi kl. 18:15.

Kjörstjórn gekk frá kjörgögnum eins og fyrir er mælt og var því lokið kl. 18:40. Lögreglan á Hólmavík sótti þau til formanns kjörstjórnar um kl. 19:15 og flutti þau til talningar hjá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sem staðsett var í Borgarnesi....
Meira

Kjörfundur í Hnyðju

| 19. október 2012
Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum fer fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd laugardaginn 20. október. Kjördeildin í Strandabyggð verður staðsett í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 9:00 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00. Athygli er vakin á nýrri staðsetningu kjörfundar, en síðustu ár hafa kjörfundir farið fram í Íþróttamiðstöðinni....
Meira

Námskeið í postulínsmálun í Félagsheimilinu

| 15. október 2012
Unnið að dýrgripasköpun í Félagsheimilinu - ljósm. IV
Unnið að dýrgripasköpun í Félagsheimilinu - ljósm. IV
Námskeið í postulínsmálun verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík 20.-21.október næstkomandi. Námskeiðið er 12 klst. og þátttaka kostar kr. 13.000.- Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ninna, en hún hélt samskonar námskeið á Hólmavík haustið 2011. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, en skráningu lýkur fimmtudaginn 18.október nk.

Skráning og allar aðrar upplýsingar fást hjá Ingu Sig í s. 847-4415 eða í netfangið ingasig@holmavik.is.

Bleikur vefur Strandabyggðar

| 12. október 2012
Bleika slaufan í ár er hönnuð og smíðuð af SIGN
Bleika slaufan í ár er hönnuð og smíðuð af SIGN
Í dag er bleiki dagurinn, en þá eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku eða hafa litinn í öndvegi. Í tilefni af þessum fallega degi hefur vefsíða Strandabyggðar verið lituð fagurbleik og verður þannig út október. Tilgangur bleika dagsins er að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum, en í október ár hvert leggur Krabbameinsfélagið áherslu á þessa baráttu með því að selja Bleiku slaufuna um allt land.

Fræðast má nánar um Bleiku slaufuna með því að smella hér. Árlegur meðalfjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660, þar af greinast um 190 krabbamein í brjóstum.

Strandabyggð hvetur íbúa sveitarfélagsins - og landsmenn alla - til að sameinast í baráttunni, kaupa Bleiku slaufuna og hafa bleika litinn í fyrirrúmi í október.

Kjörskrá og kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

| 11. október 2012
Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/kjorskra/ til að kynna sér hvar það er skráð....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón