A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

17.júní

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. júní 2016
Á morgun þjóðhátíðardag okkar Íslendinga mun Umf.Geislinn sjá um hátíðarhöldin eins og venjulega.  Frá kl. 11-13 verður boðið upp á andlitsmálun í Íþróttamiðstöðinni og síðan verður lagt af stað í skrúðgöngu kl. 13 en hátíðardagskrá verður við Galdrasafnið.

Strandabyggð óskar öllum gleðilegrar þjóðhátíðar og hvetur alla, unga sem aldna að taka þátt í dagskránni og gaman væri ef þeir sem eiga þjóðbúninga, skarti þeim í tilefni dagsins.

Framkvæmdir á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2016
Gummi Þórðar og Inguson
Gummi Þórðar og Inguson
« 1 af 3 »

Næstu dagana verður unnið í gangstéttalögn við Hafnarbraut og Borgabraut. Um verkið sér Guðmundur Þórðarson hleðslumeistari frá Hólmavík.  Teknar voru nokkrar myndir í sólarblíðunni frá framkvæmdunum.

Umhverfisdagur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2016

Umhverfisátak í Strandabyggð  11. – 16. júní 2016


Kæru íbúar Strandabyggðar í dreifbýli og þéttbýli          
Sumarið er komið, 17. júní og Hamingjudagar nálgast óðfluga. Nú þurfum við að bretta um ermarnar og snyrta til í kringum okkur. Einn getur ekki gert allt, en allir geta gert eitthvað og með sameiginlegu átaki má gera þetta vel.

...
Meira

Auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á Ísafirði

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júní 2016
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar að verkefnisstjóra sem gæti hafið störf sem fyrst á skrifstofu félagsins á Ísafirði.  Um er að ræða 100% starf ....
Meira

Vinnuskólinn byrjaður

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. júní 2016
Hilmar Tryggvi og Helgi Sigurður voru hressir
Hilmar Tryggvi og Helgi Sigurður voru hressir
« 1 af 7 »

Í morgun byrjaði Vinnuskóli Strandabyggðar og að þessu sinni eru 14 hress ungmenni skráð á aldrinum 13-16 ára. Framundan er hreinsun og fegrun bæjarins og önnur tilfallandi störf en auk þess fá þau fræðslu um ýmis mál. Hér má líta nokkrar myndir frá fyrsta deginum.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón