Klæðning á Lækjartún
Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. ágúst 2017
Í dag verður unnið við lagningu slitlags í Lækjartúni og Höfðatúni á Hólmavík. Íbúar eru beðnir velvirðingar á truflun sem þessi vinna kann að valda.
Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær, fimmtudaginn 17. ágúst var samþykkt að námsgögn við Grunnskólann á Hólmavík verði nemendum að kostnaðarlausu.
Á fundi fræðslunefndar Strandabyggðar sem fram fór þriðjudaginn 15. ágúst var gerð eftirfarandi bókin: Tvö síðustu ár hefur verið leitað eftir hagstæðum tilboðum í námsgögn og foreldrar borgað allt að 2500kr. á nemanda. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa boðið nemendum upp á námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið bjóði slíkt hið sama.
...Fundur nr. 1264, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í fimmtudaginn 17. ágúst 2017, kl. 18.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...